Segðu mér eitt - ef fólk er að spila D&D og hefur gaman að því, af hverju á það þá að vera að prófa eitthvað annað, bara til að prófa eitthvað annað?
Hvernig getur það verið íhaldssemi að spila bara eitt kerfi ef það kerfi gefur manni það sem maður vill fá út úr áhugamálinu? Er það kannski íhaldssemi vegna þess að þetta eina kerfið gæti verið D&D/d20? Væri það eitthvað betra ef menn spiluðu bara Storyteller eða bara GURPS?
Nota bene - ég er ekki að mæla á móti því að menn prófi fleiri en eitt kerfi. Sjálfur hef ég prófað vel á annan ef ekki þriðja tug mismunandi kerfa í gegnum tíðina en ég spila einungis þrjú reglulega, d20, Fuzion og GURPS. Af hverju þessi þrjú? Jú, þau skila mér því sem ég vill fá og ég hef lítinn sem engann áhuga á að spila önnur kerfi svona af því bara.
Ég styð það að menn sé að plögga önnur kerfi hérna á Huga. Það má alveg benda fólki á hvaða kerfi séu í gangi, en þá er mun betra að skrifa greinar um þau kerfi og benda á hvað manni finnist gott við þau kerfi og fræða fólk svolítið heldur en skrifa bara blammeringu á D&D spilara fyrir að spila það sem þeim þykir skemmtilegt.
R.