Ef þú ert að pæla í því að gefa út eitthvað sjálfur þá ætti það ekki að vera mikið mál.
Þú þarft að ákveða hvort þú vilt gera þetta sjálfur eða reyna að finna einhvern þriðja aðila sem þegar er með prescense á RPGNow og semja við þann aðila um dreifingu. T.d. EN Publishing, Silverthorne og Ronin Arts gefa út efni eftir aðra en stofnendurna en ég er ekki alveg með á tæru hvaða kröfur þeir gera til þeirra höfunda sem þeir gefa út fyrir.
Ef þú ætlar hins vegar að gera þetta sjálfur þarftu að hafa nokkur atriði í huga.
Fyrst og fremst þarftu nafn á útgáfuna þína.
Næst þarftu að koma saman blurbi og helst demo af efninu sem þú vilt selja og passa þig á að setja markið ekki of hátt verðlega séð. Ath. einnig að ef þetta er iðnaður sem þú vilt fara út í að byrja smátt - gefa út litla hluti og ef fólk er að fíla það sem gerir, setja þá út stærri bækur á meira verði.
Mjög mikil áhersla þarf svo að vera á að formattið á bókinni sé gott, málfar og stafsetning séu eins pottþétt og hægt er, og að ef þú ætlar að hafa eitthvað artwork með, notaðu þér þá ódýr publishing-art söfn.
Svo þarftu að fara yfir það hvernig þú höndlar peninga sem þú færð úr þessu varðandi tekjuskatt o.s.frv.
Eins og þú sérð ertu ekki eini maðurinn sem er í svona pælingum - sjálfur hef ég íhugað að koma bæði d20 og Fuzion efni í útgáfu og einnig GURPS eftir að e23 síðan var opnuð.
R.