Korkur hérna fyrir neðan spurði um hvað þið væruð að spila akkúrat núna, ég var að spá hvaða character af þeim sem þið hafið spilað þið haldið mest upp á, uppáhaldscharacterinn? Hvað er það við characterinn sem setur hann í svona hátt álit? Einnig, ef þeir eru ekki enn í spilun, hvað voru þeir spilaðir langt og hvers vegna var hætt að spila þá?

Hjá mér er það spurning milli tveggja charactera…

Melanie Hamilton - Human female Transmuter sem var síðast þegar ég vissi á.. líklega 15. leveli. Þetta var fyrsti characterinn sem ég spilaði að einhverju ráði og ég byrjaði á henni í gamla “góða” AD&D. Hún var á 9. leveli þegar 3rd Edition kom út, og trúið mér það tók blóð svita og tár að levela charactera í AD&D. Hún var ótrúlega mikið spiluð, og þess vegna er endalaust hægt að rifja upp snilldar ævintýri sem hún og ferðafélagi hennar lentu í. 3rd Edition drap eiginlega alla löngun hjá okkur til að spila þennan hóp áfram, en við enduðum á því að converta hann yfir en hann var aldrei almennilega spilaður eftir það.

Abraham Taramilis - Human male Paladin. Þetta var eiginlega þessi týpíski L-G paladin að flestu leyti, en ég virkilega fílaði mig þegar ég var að spila hann vegna þess að hann var svo ólíkur flestu öðru sem ég hafði spilað. Hann átti líka ansi marga snilldar one-linera :) Campaignið sem hann var spilaður í (heimagert eins og næstum alltaf hjá mér) var líka svo töff, magnaður söguþráður sem fékk mann til að hlakka stanslaust til næstu spilunar. Hann var á 22. leveli þegar lokaorrustan um örlög heimsins fór fram, (sem auðvitað endaði vel) eftir hana var campaignið bara búið.

So.. næsti? :)
Peace through love, understanding and superior firepower.