Nexus er mikið betri en bókabúðin á Hlemmi.
Enda eðlilegt þar sem þetta er nú þeirra sérhæfing !
Ég keypti Psionics Handbook í Nexus sem og allt annað D&D dót sem ég á. Bækurnar seljast hinsvegar margar eins og heitar lummur og ég veit að t.d. Players Handbook hefur orðið uppselt frekar oft.
En þeir fá sendingar frekar oft svo maður kemur bara reglulega við hjá þeim til að krækja í nýja dótið á undan öðrum.
Á Hlemmi er ástandið meira þannig að þeir eiga 2 bækur fyrir nyja kerfið og svo einhvern búnka af gömlum (og rykföllnum) bókum fyrir gamla kerfið. (sem er auðvitað fínt fyrir þá sem spila það).
Svo er verðið í Nexus mjög gott - þeir eru varla að græða neitt á þessu greyin.