Ég er auðvitað sammála því, enda vitað mál að smá hvíld frá ritstörfum hefur bara góð áhrif á verkið, enda rúm til endurskoðunar miklu óbundnara.
Finnst bara tilmælin mættu vera vinsamlegri í garð þeirra viðkvæmu listamanna sem hafa hjálpað til að gæða þetta athvarf okkar spunaspilara lífi.
Svo vildi ég líka láta höfundana vita að ekki eru allir á sama máli um að sögur séu ómögulegar ókláraðar, heldur fer það eftir gerð og gæðum sögunnar. Nægir að benda þar á Grasaferð Jónasar Hallgrímsonar, sem dæmi um ókláraða en þó sérstaklega læsilega sögu.