Ég mundi beyta aðeins öðrum aðferðum til að bregðast við svona hegðun hjá spilara. Í fyrsta lagi fiinst mér alrangt að reyna að banna þeim ákveðna hegðun eða setja skorður á spilun þeirra, því þegar á allt er horft er þetta nú einu sinni hlutverkaspil og hlutverk hvers og eins getur breyst á örskömmum tíma og haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér, rétt eins og í raunveruleikanum. Að láta einhvern power-NPC eða taka af spilaranum peninga eða reynslu finnst mér kolröng aðferð til þess að bregðast við hegðun spilara. Hinsvegar geturðu notað þessa hegðun þér til góða, t.d.
Notumst við það að spilarinn fái stundum þá löngun í að drepa einn eða tvo alsaklausa NPC-a.
Nú Í fyrsta lagi er það náttúrulega þetta venjulega (lögin-fangelsi-blablabla)en það sem væri skemmtilegra að gera er að pæla aðeins í því hvaða áhrif þetta hefur í raunveruleikanum. Orðspor þessa morðingja breiðist út, Þeir sem að hann ferðast með munu einnig fá þetta illa orðspor á sig, því að þeir eru að ferðast með honum. Þetta ber í för með sér eftirfarandi:
1. Bæir munu ekki hleypa þeim inn.
2. Bæir munu jafnvel hrekja þá í burtu með valdi.
3. Þeir munu ekki geta farið inná almmeningsstaði.
4. Adventure groups munu verða ráðin til að drepa þessa “illu” ævintýramenn, o.s.f.r.
* Notaðu bara almenna skynsemi í því hversu hratt og hversu stór hluti almennings mun þekkja þessa “illu” menn byggt á því hversu oft þetta gerist og hvernig þeir höndla þá mótstöðu sem þeir byrja að verða fyrir.
Ég skal allaveganna ábyrgjast það að spilafélagar gaursins verða ekki sáttir þegar þeir eru kommnir með þennan stimpil á sig og get ekki komist löglega inní bæi, markaði eða talað við almennt fólk, o.s.f.r.