Mike Pondsmith, jafnvel eftir að hann byrjaði að vinna fyrir Microsoft, var alltaf búinn að ákveða að skrifa Cyberpunk V3 og það var víst ekki vel þegið að fólk minntist á að neinn annar yfirtæki verkið. Opinbera ástæðan var sú að þar sem þetta væri hans pet project þá væri hann einfaldlega hæfasti maðurinn í þetta.
Um síðustu mánaðarmót komu svo loksins fram einhverjar nýjar upplýsingar frá Pondsmith. Hann vill meina það að á næstu mánuðum megum við búast við því að sjá hluti fara að gerast hjá RTG varðandi Cyberpunk V3.
Svo bætti hann reyndar við að það væru einhverjir andlega steindauðir og hugsunarlega lamaðir afturkreistingar (mín orðun, ekki hans) sem væru eitthvað fúlir yfir því að V3 yrði Fuzion kerfi en ekki Interlock kerfi (sem er gamla CP2020), og skoraði hann á þá að segja sér hvað það væri nákvæmnlega sem þeir söknuðu svona ofsalega úr Interlock útgáfunni (sem er að öllu leyti verra product en Fuzion), sem vill benda til þess að hann sé farinn að pæla hvort hann þurfi eitthvað að endurhugsa í Fuzion reglunum áður en hann kemur kerfinu frá sér.
Það er reyndar nýsprottinn upp áhugi á Cyberpunk heiminum aftur. RTG er búið að úthluta licence á nýtt CCG sem og nýjar CyberGeneration bækur. Þetta hefur örugglega verið ágætis spark í afturendann á Pondsmith, svo það og ofannefndar greinar hans benda vonandi til þess að eitthvað fari nú að gerast í CP V3 málum.
En eitt er þó víst, hann er farinn að tala sjálfur og er hættur að láta konuna sína kokka upp endalausar afsakanir fyrir hann.
Svona til að ljúka þessu þá vill ég bara minnast á það að um leið og einhverjar nothæfar fréttir, svo sem mögulegt release date, eða einhver preview sjást á netinu mun ég láta vita hér á huga.
Og svo eitt í blálokin - ég hef oftar en ekki minnst á og stundum vitnað í Fuzion kerfið hér á Huga en finnst einhvern veginn eins og afskaplega fáir þekki það. Ef einhvern langar að vita eitthvað um Fuzion, ekki hika við að spyrja, hvort eð er á korknum eða í gegnum skilaboðakerfið.
Rúnar M.
Cyberpunk Guru and longest running Cyberpunk player in Iceland.
CP2013/CP2020/CyberGeneration/CPV3