Cyberpunk hafði sína kosti en líka sína galla.
Cyberpunk er yfir höfuð mjög skemmtilegt en aðal gallinn er sá að kerfið sem slíkt er vægast sagt svolítið undarlegt á köflum og það eru hálfgerðir “klassar” í kerfinu sem felast í því að hver character týpa hafði special ability sem enginn annar “klassi” hafði. Þetta hefði svo sem ekki verið vandamál nema að sum special ability-in eru nothæft nánast alltaf en sum þeirra eru það undarlegt að það þarf að bera sig eftir því að nota þau og það gengur bara ef stjórnandinn er til í að leyfa það.
Annar stór galli er sá að það er ansi erfitt að hækka skilla og slíkt því “xp-ið” í kerfinu, svokölluð Improvement Points, eru af frekar skornum skammti spilimaður skv. reglunum.
Það eru hins vegar engir óyfirstíganlegir gallar í kerfinu og ef þú hefur áhuga á að spila Cyberpunk sem slíkt þá mæli ég með að þú náir þér í eintak af Cyberpunk 2020 v.2.
Ef þú hefur hins vegar áhuga á að spila þetta til framtíðar þá mæli ég frekar með því að þú prófir Fuzion, en það er útgáfan af kerfinu sem verður notuð í Cyberpunk V3 sem kemur vonandi út á næstu 1-2 árum :) Ég og hópurinn minn höfum verið að spila Cyberpunk/Fuzion í einhver ár og hefur gengið mjög vel.
Fuzion kerfið er að hluta unnið upp úr Cyberpunk kerfinu gamla og virkar mjög svipað en er bara þægilegra í notkun og að sumu leyti frjálslegra. T.d. skill kerfið, sem var þægilegt í Cyberpunk, er orðið þægilegra í Fuzion. Einnig er orðið hægt að hækka statta fyrir improvement points, og talents og perks (advantages) og complications (disadvantages) koma inn í kerfið. Allar bækur eins og equipment bækur og slíkt úr gamla kerfinu er hægt að nota með litlum eða engum breytingum.
Bæði þessi kerfi hafa það umfram flest auðfáanleg kerfi að það er auðvelt að læra þau og byrja að spila. Einnig er til slatti af source efni, bæði equipment bækur, location bækur, sourcebækur um hitt og þetta, ævintýri o.fl. sem voru gefin út fyrir Cyberpunk 2020.
Ég hef einnig spilað Shadowrun og GURPS: Cyberpunk og svo eitt cyberpunkish kerfi sem ég man ekki hvað heitir og það er ekki spurning að Cyberpunk og sérstaklega Fuzion eru bara toppurinn á tilverunni fyrir þá sem vilja spila cyberpunk era spil.
Anyways - ég gæti rausað um Cyberpunk ansi lengi þannig að ég held ég stoppi bara hér og spyrji frekar: Hvað viltu vita? Skal svara öllum spurningum um Cyberpunk og/eða Fuzion sem fólk vill spyrja.
Rúnar M.
Cyberpunk Guru.
Longest running Cyberpunk player in Iceland.
(CP2013/CP2020/CyberGeneration 2027/CPv3)