Best er að koma að máli við stjórnandann undir fjögur augu. Ræða málin rólega og leggja áherslu á það sem þú telur vera kosti hans sem stjórnanda. Reyna að koma gagnrýninni á framfæri sem uppbyggjandi athugasemdum og hugmyndum. Þá skal vara sig á því að særa ekki né reita til reiði, gott er t.a.m. að hafa farið vel yfir helstu ljóðasöfn Einars Ben. Einnig ber að vera viðbúin því að stjórnandinn fari í mikla vörn, og útskýra þá fyrir honum að þú værir ekki að þessu ef ekki væri fyrir ótvíræða kosti hans á öðrum sviðum stjórnunar.
Í sumum tilvikum getur ágrenningur verið afar bundinn smekk einstaklinga, og þá er einungis hægt að sætta sig breysklega við ófullkomleika mannskepnunnar í allmänhet, eða taka teningapokann sinn og yfirgefa hópinn.
Ég óska þér góðs gengis, vona að stjórnandinn þinn reynist skilningsríkur og líka að hann hafi ekki séð þennan þráð, þá fyrst færi nú að syrta í álinn, hahaha.