Gæðin á OGL efni eru rosalega mismunandi. Ég á bæði efni sem er mjög gott og alveg niður í meðalgæði en þar sem ég hef oftast sleppt því að kaupa PDF-a sem ég er í vafa með að séu góðir, og þar sem actual bækurnar berast venjulega ekki í Nexus fyrr en 1-2 review eru komin á netið, þá hef ég sloppið nánast alveg við að kaupa blátt áfram lélegar OGL bækur - misnothæfar já en ekki lélegar.
Oft getur maður sigtað út framleiðendur sem ítrekað gefa út lélegt efni, eins og t.d. Fantasy Flight Games, en svo eru sumir sem er bara verulega erfitt að dæma almennt eins og Mongoose Puclishing og RPG Objects.
Almennt er ég mjög fylgjandi OGL efni og væri til í að sjá meira af OGL licence-um, t.d. væri ég til í að sjá Powered by GURPS og Fuzion licence-in verða OGL en ekki eitthvað sem maður þarf að borga fyrir.
R.