Jújú, White Wolf kerfin nota bara einn tening en það þýðir ekki að þau séu einfaldari. Game mekaníkin í White Wolf kerfunum, og þá sérstaklega pre-Exalted kerfunum, er afskaplega undarleg á köflum og ekki fyrir óreynda að “detta” bara inn í það.
Jafnvel í Exalted, þar sem WW virðast hafa gert heiðarlega tilraun til að einfalda og streamline-a kerfið, finnst þeim ennþá þörf fyrir að vera með mismunandi game mekaník fyrir mismunandi critter og character týpur. Þetta er bara óþarfa fljækjustig sem gerir það að GM-inn þarf helst að vera þvílik storytelling hetja af kerfið sjálft gleymist og ekkert er nokkurn tímann leyst með teningaköstum.
Nota bene - ég er ekki að segja að WW kerfin séu ekki skemmtileg. Ég hef spilað Vampire/Werewolf af og á í mörg ár og hef aðeins prófað Exalted líka og það getur verið gaman að spila þetta en jafnvel aðal hópurinn minn, þar sem enginn meðlimur er með minna en 8 ára reynslu, var almennt ekki að nenna að standa í ruglingnum í þessu blessaða kerfi.
Bara svona hlutir eins og það að þurfa að vera með meira en average “skill” (samanlögð dice-rolling mekaník fyrir viðkomandi critter tegund til að gera eitthvað) til að geta treyst á að fá “bara” average útkomu er nú svolítið silly. Bara þetta er hlutur sem GURPS og d20 gera einfaldlega betur.
En hvað um það, ég er ekki að reyna að koma af stað rifrildi um hvaða kerfi er best. Þau hafa öll sína kosti og galla og henta misvel í mismunandi hluti.
R