Þetta stendur nú reyndar allt í Player's HB en til að auðvelda aðeins:
Spell save, gefið að þú sért að tala um Spell save DC, er = 10+(level galdurs)+(stat bónus galdrastats)
Þannig að fyrir wizard með 13 í INT væri spell save DC fyrir fyrsta levels galdur 10+(spell lvl)+(INT bónus) = 10+1+1 = 12. Sem sagt ef galdurinn leyfir save þarf andstæðingurinn að fá 12 eða hærra á save-inu sínu.
Fyrir Cleric, Druid og Ranger notarðu WIS bónusinn í stað INT og fyrir Sorcerer, Bard og (minnir mig) Paladin notarðu CHA.
Damage kassinn - gefið að þú sért að tala um skaðann sem vopn charactersins gera. Grunn skaðann, þ.e.a.s. teninginn sem þú notar til að kasta upp á skaða fyrir vopnið, finnur þú í vopnatöflunni í PHB. Svo bætirðu bara við STR bónusnum ef vopnið er 1-handed vopn eins og t.d. longsword, eða STR bónusnum x1.5 fyrir 2-handed vopn eins og t.d. greatsword.
Fyrir character með STR 14 væri longsword = 1d8+2, og greatsword = 2d6+3.
Armor Class:
Touch AC = 10+(DEX bónus, að hámarki það sem brynja charactersins leyfir)+(allir aðrir AC bónusar nema Armor og Natural Armor).
Þannig að ef character væri í chain shirt brynju og hefði engar aðrar varnir þá væri Touch AC = 10+(DEX bónus, hámark +4), ef DEX = 13, þá væri Touch AC = 11.
Touch AC inniheldur eingöngu það sem gerir erfitt fyrir fólk að snerta þig. Brynjur eða þykkur skrápur hjálpa ekki til þar.
Flat-Footed AC = 10+(allir AC bónusar NEMA DEX bónusinn). Hér kemur allt inn, plúsinn sem brynja characters gefur, Natural armor, galdrahlutir, o.s.frv. Bara ekki DEX bónusar og aðrir bónusar eins og Dodge bónusar og klassabónusar eins og Monk classinn gefur.
Dugar þetta?
R.