Ég tek undir þetta. Spunameistari sem vill hava sína eigin persónu með í spilinu verður að gæta þess að persónan hans gerist ekki að aðalpersónuni, og að spilið snúist ekki í kringum hana. Góður spunameistari getur gert þetta. Að vísu segi ég ekki að spunameistari sem ekki geti þetta sé ekki góður spunameistari, vegna þess að þetta er mjög erfitt. Málið er margsnúið:
- Ef persónan þín <u>tekur mjög mikinn þátt</u> í aðalatvikum og er sá sem segir og gerir mest mun leikmönnum líða eins og þeir séu ekki í spunaspili, heldur í sögu, eða umfjöllun. Þeir hafa lítið um að segja um örlög sín vegna þess að persónan þín tekur allar mikilvægustu ákvarðanirnar.
–> skemtilegt fyrir þig (ef þér leiðist ekki að sjá leikmennina leiðast) en leiðinlegt fyrir leikmennina. Þeir eru ekkert að spila - þú ert að því.
- Ef persónan þín <u>tekur mjög lítinn þátt</u> í aðalatvikum, segir lítið og er mjög hlutlaus mun leikmönnum líða eins og þau séu með “excess baggage” í eftirdragi. Þú ert bara þarna eins og brúða og ert meira fyrir en til hjálpar. Kanski ágætt ef að persónan þín er heilalaus bardagagaur eða sé vegavísir…
–> leiðinlegt fyrir þig, en svosem í lagi fyrir leikmennina ef þú ert að gagni (þótt að þeir gætu alveg eins ráðið henchman, eða keypt gólem - meiri félagsskapur í þeim :P )
Það besta er að finna eins konar milliveg / blöndu af þessu tveimur tilvikum. Hér er <u>smá hjálp:</u>
- Vertu aldrei team-leader (kannski í lagi í stuttan tíma…)
- Skráðu persónuleika og hegðun persónunnar þinnar niður fyrir spilun
- persónan þín og þú (spunameistari) eru ekki sama persónan. Haltu þessum tveimur aðilum vel aðskildum!
- Þegar eitthvað gerist sem umfjallar persónuna þína, skaltu <b>alltaf</b> beita henni sömu hegðun og þú mundir öðrum leikmönnum undantekningarlaust - alveg sama hver niðurstaðan er.
Hvað hjálpar þetta? ja, þetta með team-leaderinn er einfaldlega út af að þá eru það leikmennirnir sem að eru að gera likilákvarðarnirnar og ekki þú -> og þá er þér ekki heldur um kennt ef að persónan þín er beðin um að kíkja fyrir horn, og hún er séð af 12 bad-guys sem að allir þeytast til ykkar (þá segja leikmennirnir ekki “of course! þetta var jú óumflýjanlegt!”). Þetta með persónuleikann er hjálp fyrir þig og sönnunargarn fyrir leikmennina. Ef að persónan þín er dónaleg, og þér dettur í hug að segja verðinum að vara til helvítis, og vörðurinn handtekur ykkur öll, geturðu sagt að “svona hagi persónan sér”. Þá getur persónan þín líka tekið afleiðingunum frá restinni af leikmönnunum. Það er líka nóg að leikmennirnir hafi séð þessa hegðun áður (Ekki láta þögulla frilsæla munkinn segja verðinum að fara til helvítis til þess að hann handtaki ykkur svo að þið hittið fyrrum borgarstjóra bæjarins sem að situr inni vegna ranghugmynda eins svikara “and so unfolds the plot”… yadayadayada, that's a big no-no - láta leikmennina sjálfa falla inn í plot-ið). Þó mæli ég með að láta hegðun persónu þinnar of afleiðingar þess ráðast sem best af teningaköstum - þannig er það ekki þú sem ert að spylla leiknum fyrir leikmönnunum.
Ef allt þetta er haft í huga getur verið gaman að hafa GM-controlled persónu í spilinu - ekki síðst ef að það er einungis einn leikmaður.
Þakka lesturinn og njótið góðs af. ;)<br><br>I'm sorry, did I break your concentration?
I'm sorry, did I break your concentration?