Ice: litlaust? :D Nei, það yrði einfaldlega betra. Eins og þú bendir á fílar fólk misjafna hluti og því myndi stjórnendur með háa einkunn verða með mismunandi stíl en ekki allir eins.
Já, stjórnendur eru líka fólk en ég hef enga löngun til að spila hjá einhverjum sem meirihluta annarra hefur dæmt lélegan til þess eins að gefa honum tækifæri. Ég er komin á spilamót til að gefa einhverjum tækifæri til að þróast heldur til að skemmta mér.
Stjórnendur bera mikla ábyrgð og mér finnst alveg rosalega áberandi á þeim mótum sem ég hef farið á hérlendis að það er litið framhjá þessu.
Hver sem er má stjórna, jafnvel þótt sá hinn sami hafi þá sögu bakvið sig að mæta kannski alls ekki, mæta seint eða mæta illa undirbúinn og kannski með ekkert tilbúið nema grófa sögu í kollinum.
Stjórnendur móts bera ennfremur ábyrgð. Þeir eiga að ganga úr skugga um það að stjórnendur séu meðvitað um þá ábyrgð sem á þeim hvílir.
Það er einfaldlega ekki allir sem geta stjórnað. Svo einfalt er það.
Auðvitað getur fólk bætt sig, ekki spurning. En er virkilega svona mikill munur á því að stjórna grúppu á móti og svo annars staðar? Ég held ekki. Það er þar sem fólk á að þróast.
Kisa.
<br><br><a href="
http://www.rithringur.is">Rithringur.is</a