Að vissu leyti er þetta valid punktur en…..
GURPS hefur alltaf haft eina reglu sem gengur út á það að ef character fær nýtt disad in-play, t.d. ef character missir útlim eða kilkkar á fright check og fær nýja fóbíu, að þá fær hann enga punkta fyrir það - bara tough luck.
Ef maður getur misst punkta og fær ekkert í staðinn, af hverju ætti maður þá ekki að geta fengið nýtt advantage, sem maður borgar fyrir í peningum, án þess að borga fyrir það punkta?
Peningar eru jú resource sem lang flestir characterar þurfa að afla sér og í flestum tilfellum þýðir það að hinir characterarnir hafa einnig aflað sér sama eða svipað magn.
Tökum dæmi: TL10 málaliðar klára eitthvað verkefni og fá einhverja peninga fyrir. Báðir eru þeir hnífjafnir punktalega séð enda nýir characterar, höfðu lítið starting cash og eru bara búnir með eitt spilasession. Þeir ákveða báðir að kaupa sér eitthvað sem leyfir þeim að sjá í myrkri. Annar kaupir einhvers konar multi-scanner gleraugu eða HUD græju, hinn kaupir sér cyberauga með sama möguleika. Þair fá báðir það sama út úr kaupunum nema annar þeirra er með þetta innbyggt og honum er refsað fyrir það með því að þurfa að annað hvort bíða í 3-4 session til að safna punktunum eða vera í skuld punktalega séð í sama tíma.
OK - þá kemur punkturinn: já en hann er með þetta innbyggt. So what? Hverjar telurðu virkilega vera líkurnar á því að það hamli hinum gæjanum að vera með gleraugu sem gefa honum þetta frekar en að vera með þetta innbyggt? Líkurnar á því að hann fari nakinn í verkefni eru ekki miklar. Málaðilar er afar sjaldan rændir, og jafnvel þó þeir væru það, þá myndi það engu skipta því ræningjar sem hefðu hæfileikana í að stoppa tvo málaliða og hirða dótið þeirra myndi bara taka augað úr hinum líka (allir sem hafa spilað cyberpunk vita að það er ekkert mál að kippa með sér einu cyberauga, þarft bara módelhníf, töng og litlar vírklippur - nú eða bara sterka putta).
Annað dæmi, fyrst þú minnist á filty rich. Hvað myndir þú gera ef einhver character ynni í lottó in-play? Allt í einu á hann fullt af peningum. Venjulegur lottóvinningur í USA myndi gera mann að milljóner sem kostar eitthvað í kringum 60 punkta í GURPS minnir mig - m.v. að spilarar fái 5 punkta á kvöldi hjá örlátum GM þá er þessi aumingja maður 12 spilakvöld að borga fyrir filthy rich og getur ekkert orðið betri fyrir vikið á meðan. Hjá mér geta spilarar vænst 3-4 punkta að staðaldri og þá yrði greyið 15-20 kvöld að þessu!
Það er ekkert mál að koma í veg fyrir það að fólk noti wealth til að “svindla” á inum characterunum. Maður setur bara punktatotalið þannig að það svíður verulega að eyða punktunum í þetta hátt wealth, sérstaklega ef campaignið er þannig að wealth myndi ekki nýtast manni sérstaklega mikið. Svo getur maður bara gert eins og ég geri stundum - bannað hátt wealth.
Og svo eitt dæmi í lokin: Hvað ef þú sem GM gefur spilara advantage sem hann bað ekki um? T.d. hvað ef hann er með character sem er í raun sonur konungs í fantasy campaigni en veit ekki af því - segjum svo að honum hafi verið stolið sem smábarni (og spilarinn veit það ekki), en svo kemur sannleikurinn í ljós og characterinn er gerður að prinsi en campaignið samt langt frá því búið. Á greyið spilarinn allt í einu að punga út 20 punktum í status, öðru eins í wealth, og svo koma ads eins og claim to hospitality og kannski legal enforcement powers. Á móti kæmu kannski enemy og duty en það er nú frekar lítið m.v. ads kostnaðinn.
En hvað um það, GM-ar verða auðvitað að hafa þetta eins og þeir vilja. Réttlæti verður auðvitað að ríkja á milli spilara en það þarf ekki endilega að þýða sama punktatotal.
Það er a.m.k. mín skoðun.
Rúnar M.