Jæja, þar sem fók hefur verið að kvarta yfir að það sé bara talað um D&D þá er ég með pælingar um Cthulhu D20 kerfið.

Ég verið að skoða það kerfi og miðað það við original COC kerfið frá Chaosium.
Persónulega finnst mér það eyðileggja þennan anda sem er yfir gamla kerfinu og þetta hefur breyst voðalega mikið yfir í fighting kerfi.
Bardagar í gamla kerfinu eru svakalega deadly og það á að forðast þá einsog mögulegt er. en þannig er það ekki í d20.
Gaman væri samt að vita hverjir hafa spilað d20 COC og heyra frá þeim hvernig þeim fannst þetta.

mér hefur alltaf fundist að fólk sem hefur ekki spilað önnur kerfi(byrjendur) gangi alltaf best í COC, einfaldlega vegna þess að þeir taka ekki endilega upp byssuna, heldur reyna að finna aðrar leiðir úr vandamálunum. Ég viðurkenni að tala látinna karaktera er há hjá mér, en það er ekki vegna þess að ég ætla mér að drepa þá(eins sumir hafa komið með athugasemdir um :p).
því miður hafa fáir lesið sögurnar eftir H.P. Lovecraft og skilja því ekki hvað CoC kerfið gengur útá.

blah, nóg komið af mínu rausi, segið hvað ykkur finnst!<br><br><b>hux|AzRaeL</
hux|AzRaeL