Plot & Poison frá Green Ronin. Mjög góð að mínu mati. Fullt af góðum Drow hugmyndum. Nexus getur líklegast sérpantað hana ef þeir eiga ekki eintak til.
The Complete Guide to Drow frá Goodman Games - fáanleg í pdf formi á RPGNow.com fyrir lítinn pening. Ágætis bók en fer stundum svolítið langt út fyrir “venjuna” varðandi Drow álfa. Maður þarf líka að passa aðeins game balance mál með sumt efni úr henni.
Races of Faerun frá WotC - frekar þunn hvað Drow álfa varðar en ágætis lesning þó.
Faiths & Pantheons frá WotC - lítið um Drow álfana sjálfa en þar er kafli um guðina þeirra.
Underdark frá WotC - er ekki búin að lesa hana í gegn ennþá en gluggaði aðeins í hana hjá kunningja mínum. Virðist hafa ágætis Drow info - er líklega betri valkostur en Races of Faerun ef verið er að leita sérstaklega að Drow efni.
The Drow of the Underdark frá TSR - 2nd AD&D bók sem er ein sú al besta lesning um Drow álfa sem til er. Engar 3e reglur en það skiptir bara engu máli þar sem þetta er meira þemabók en reglubók.
Rúnar M.