Ég spila Ask Yggdrasils og hef gert það síðan ég var 10 ára þetta er snilldar spil! ég vissi ekkert hvað spunaspil var fyrr en ég fann það.
Við vinirnir vorum að láta okkur leiðast heima hjá ömmu eins vinar okkar og vorum að reyna að finna eitthvað að gera svo við fundum þetta spil sem stóð á stórum stöfum SPUNASPIL og við tókum það niður og opnuðum það þegar við vorum búnir að því kom í ljós skrítnustu teningar sem við höfðum séð og ýmis blöð sem stóð dvergur, jarðálfur, maður, vanur og fleira á svo voru þarna líka tvær bækur, á annari stóð bók spunameistara (SM) og á hinni bók Leikmanna (LM) fyrst flettum við aðeins í gegnum þetta þessar bækur og komumst að því að það átti að vera einn Spunameistari (SM) og að minstakosti 2 Leikmenn (LM) eða fleiri.
SM þurfti líka að hafa gott hugmyndaflug og vera með smá vit í kollinum, ég var strax valinn :) en alla vega við bjuggum til persónur handa öllum og svo las ég allar bækurnar. við spiluðum þetta eins og vitlausir menn næstu 2 árin og lærðum alltaf betur og betur á það. En svo kom það upp að allir vinir mínir sem ég spilaði þetta með voru fluttir til rvk og Ak (fúlt) og vinur minn í rvk tók það náttúrulega með sér og fann sér vini þar til að spila með. Ég var fúll gat ekki spilað þetta frábæra spil!!! ég ætlaði að reyna að kaupa það en ekkert til af því.
þá fann ég lausnina (suss ekki sega neinum) ég ljósritaði allar bækurnar og persónublöðin og AR blöðin og allt heila klabbið,
ég hengdi upp auglýsingar um allan skólan um þetta spil og stofnaði klúbb ;)
54 sóttu um (Vááááá) ég bjóst við svona 4 en allavega það segir sig sjálft ég gat ekki haft 54 krakka alltof mikið mál! svo ég skypti þeim niður í 5 eða 6 hópa og hafði svona úrfellingakeppni aðeins þeir bestu komust áfram, þá er ég ekki að tala um bestu persónurnar (enda hefði það verið ósanngjarnt því þær geta verið mjög misjafnlegagóðar) ég er að tala um skemmtilegustu gaurarnir sem eru ekki að koma með ömurleg komment (SM, DM og hvað etta allt heitir skilja mig!) en allavega þá var etta komið niður í 2 hópa sem eru virkilega skemmtilegir, annar kallar sig createing KillZ en hinn er ekki búinn að finna nafn.
<i>SM: þið gangið inn á sofandi dreka…
LM: VIÐ HLAUPUM Í HANN!</i
Dance with us gir… dance with us.. into oblivion