Helför Contra (Rituð af DM)
Þeir voru um þrjátíu, allir á kameldýrum. Þeir voru allir klæddir í ljósum, sandbrúnum fötum sem huldu þá alla nema rétt um augun. Í öldudalnum á milli þeirra var skrítinn verslunarleiðangur sem þeir töldu öruglega vera Zhentarim, þeir voru jú á Veginum dökka(The Dark Road) sem liggur í gegnum Anarok eyðimörkina, samt bar engin þeirra merki Zhentarims.
Best að athuga hvað þeir gera - Hugsaði Haram al Belzún, foringi Bedúínanna og einn af tveimur kamelreiðskjótunum sem ekki var klæddur í ljósar yfirhafnir. Hann hóf upp öskur. Um leið tóku allir sandbræður hans undir og hófst stanslaus, rythmaföst og hávær kirjun.
Í öldudalnum voru staddir hið furðulega föruneyti Bræðrabits og biðu átekta, Azarel sat sem fastast á vagni sínum ásamt Lucifer, hinum undirförla. Fyrir framan vagnin var Hönd Týrs, mikill og dularfullur riddari, grár fyrir járnum í bliksvartri brynju og með skjöld í hendi. Á skyldinum hafði hann merki sitt, skjaldamerki Járnkrúnunar(Iron Throne) með svörtum dreka sem rífur í merkið, skemmandi það. Honum leist heldur ekkert á blikuna en ákvað að verða ekki fyrri til að skapa vandræði. Mordiliac fann einnig fyrir spennuni sem íþyngdi loftið, ekki að það hafi verið þungt fyrir). Þeir voru þó allir sallarólegir miðað við Röskva. Hann svitnaði enn meira og var næstum farinn að skjálfa og loks gerði hann það sem honum var náttúrulegast að gera þegar honum fannst öryki hans ógnað. Hann spennti ör í bogan og sendi hana síðan fljúgandi í átt til bedúínanna sem voru á hægri hönd…
Það sló þögn á fjöldan. Eitt andartak var allt stop.
Það var lognið á undan storminum…
Haram al Belzún gaf skipun og allir bedúínar spenntu ör í bogan sinn. Haram gaf aðra skipun og 28 örvum rigndi yfir þá átta ferðalanga sem stóðu ofan í sanddalnum á milli þeirra. Röskvi fékk í sig eina ör, sömuleiðis Contra, sem stóð vinstra meginn við vagn Azarels og Mordiliac Hellscream var hæfður tvisvar. Nú var allt komið af stað. Mordiliac hálf-orkur, Azarel og svarti riddarinn stormuðu af stað upp sandhlíðina hægra megin. Hönd Týrs dró sverð sitt og beindi því að Haram og skoraði hann orðlaust á hólm. Mordiliac rak upp ógnar öskur er hann hljóp beint í miðja röð bedúínana. Meðan á vinstri hönd hafði Contra skotist af stað og stormað upp hlíðina, Bræðrabit dregið og tilbúið til blóðtöku. Röskvi skaut annari ör enn hæfði ekkert.
Contra kallaði á myrkraöfl blóðs síns og breytti deigi í nótt, loftið í kringum hann varð svartara enn svart og ótti og skelfing tóku völd hjá mönnum sem dýrum upp á þeirri hæð, þegar myrkið leystist upp hálfri mínutu síðar voru tveir arabar fallnir en þeir sem ekki lentu innan seilingra myrkursins jókst hugur og snéru aftur. Röskvi hafði haldið sig við bogan en voru skot hans mislukkuð flest og hæfði hann lítið annað en eitt kameldýr. Hann hafði þó tekið nokkur skref milli skota og var því kominn nálægt Contra þegar Bedúínarnir snéru aftur.
Uppi á hinni sandölduni var barist af hörku, Mordiliaq varð fljótt bræðinni að bráð og sló oftast til þess sem hendi var næst og felldi þannig fleiri kameldýr en menn en í ofsa sínum fékk hann marga skurði frá bjúgsverðum bedúínanna. Svarti Riddarinn og Haram börðust á baki skepna sína og var þar jafn bardagi þar sem hvorugur hafði yfirburði. Meðan var Azarel í sömu klípu og Mordiliaq, umkrindur reiðmönnum en eftir mikla mæðu hafði hann sigur úr bætum.
Lúcifer hafði notað hræðsluna og skelfinguna á vinstri hæðinni til að koma sér í stöðu til að fremja hrottafengið íllverki með kröftum guðs síns, Cyrics. En þegar bedúínar fengu kjark sinn aftur var hann hoggin niður sem og áttundi ferðafélaginn sem ekki verður meir um talið.
Contra og Röskvi stóðu nú frammi fyrir 10 fjendum. Bedúínarnir héldu sig þó fjarri, því þeir vissu nú hvers megnugur þessi skuggalegi maður með rauðglóandi augu var megnugur. Í stað þess að nálgast þá, Contra og Röskva, drógu þeir boga sína og bjúggu sig til að láta örvum rigna yfir þá félaga en þá lét Contra myrkrið skella á aftur og í þetta skiptið lét hann sverð sitt varpa framm skugganum. Um leið og allt varð svart tók Contra til fótana og réðst á aðra röð óvinanna (þeir voru fimm fyrir framan og fimm fyrir aftan) og þar sem myrkrið fylgdi honum þá gátu bedúínarnir lítið sér til varnar gert nema flýja. Aðeins þrír komust út úr skugganum dimma. Þá tóku hinir Bedúarnir það á ráð að skjóta örvum sínum inn í kjarna myrkursins.
Eftir að hafa skotð nokkrum sinnum og séð þegar Röskvi féll(hann stóð rétt fyrir utan það) varð þeim litið yfir á hina ölduna og sáu að þar höfðu allir bræður þeirra fallið eða voru á flótta svo þeir sáu sinn kost bestan að láta sig hverfa einnig.
Mordiliaq, Azarel og Hönd Týrs stóðu uppgefnir á sandhæðini, særðir mörgum sárum en glaðir að vera á lífi. Þeir sáu að að þeir vöru þeir einu sem enn stóðu. Lúcifer, Röskvi og hinn maðurinn láu allir í valnum á ölduni á móti þeim og svo var enn myrkra-galdur Contra við líði. En svo leið galdurinn út og kom þá í ljós að Contra var hvergi á svæðinu. Aðeins sverðið Bræðrabit stóð upp úr sandinum þar sem því hafði verið stungið er Contra hafði fengið feigðarörina í sig.
Frekar hrátt í endan, en minns er mjög þreyttur og hef ekki tíma fyrir skriftir. <br><br>Dod : [-=HB=-]Gunsalot
Cs : Gunsalot
bf : Gunsalot