Firan Solatir sat uppi í efsta herbergin turns síns og grúfði yfir risastórri bók lem lá útglennt á skrifborðinu hans. Bókin var um metri á hæð og eitthvað aðeins styttri á breidd en ekki mjög þykk sértaklega þegar tillit var tekið til alls þess sem í henni stóð. Hún þurfti ekki að vera þykk því hvaða blaðsíða sem ver í henni sýndi alltaf bara þær upplýsingar sem Firan vildi. Blaðsíðurnar í henni voru ekki eiginlegt geymslupláss þess sem í henni var heldur bara þægileg og kunnugleg leið til að nálgast efnið. Firan hafði ákveðið það strax og hann gerði sér grein fyrir því hvar hann var og hvernig staða hans væri að hann myndi sleppa héðan út einhvern daginn og til að halda sem best í það markmið lét hann allt sem hér var taka á sig veraldlegar hlutdrægar myndir. Hans eigin meðvitund tók á sig mynd gamla líkaman hans, hugsanir hans og minni voru í formi bóka og mynda sem héngu á veggjum turnsins. Allt í þessari vasavídd hafði hann neytt til að taka á sig veraldlegar myndir jafnvel þó það takmarkaði hraða, nákvæmni og einfeldni. Þetta gerði hann til að það yrði ekki of mikið áfall að komast aftur í líkamlegt form. Að vera til sem hugsunin ein, bara orka í frjálsu formi og freistandi til að hann treysti sér til að snúa aftur til efnisheimsins. En bókin sem Firan grúfði nú yfir var ekki hans eigin hugsanir og minningar, ekki í eiginlegum skilningi. Sá hluti bókarinnar sem hann var að lesa núna var að skrifast um leið og hann las. Orð mynduðust með ógnarhraða á blaðsíðu bókarinnar og lifandi myndskreytingar með þegar þurfti. Á þennan hátt hafði hann fylgst með öllu því sem fram hafði farið í lífi Petya síðasta sólahring. Jafnóðum og hann las birtust orðin á blaðinu :
“…Vanar heldur út hendinni með lófann niður og beinir öllum puttunum í átt að eldiviðnum. Hann hugsar að sama magn af eldi og áður sé full mikið og ákveður að beina bara einum putta í áttina af eldstæðinu. Vanar segir :”Og hvað svo? Hvað sagði ég nú aftur? EEeeeeh….eldur!…“…”
Firan gat ekki stillt sig um að skella upp úr á meðan bókin hélt áfram að skrifa sjálfa sig og teikna litla hreyfimyndir með. “Þetta kemur allt saman Petya minn.” sagði hann við blaðsíðurnar og hélt áfram að lesa.
“Meiiiiiiistaaariiiii…?” heyrði hann drungalega en skræka rödd bermála um allt herbergið.
Svipurinn á Firan harðnaði og eftir stunda þögn svaraði hann ískaldri röddu: “Hvað?”.
“Eeelskuuu góóóðiii Meiiistaaariii, viiiltuuu eeenduuurskoooðaaa ááákvööörðuuun þííínaaa? Viiið geeetuuum þjóóónaaað þééér áááfraaam eeeftiiir aaað þú freeelsaaast baaaraaa eeef þúúú teeekuuur oookkuuur meeeeeeð…!”. Röddin virtist breytast þegar hún talaði, varð dýpri eða lægri, skrækari eða rámari og stundum virtust fleiri en ein rödd vera að mæla þessi orð í einu.
“Nei, og ekki orð um það meir, ég er upptekinn!!” sagði Firan í gegnum samanklemmdar tennur. Hann fletti bókinni fyrir framan sig alveg á byrjun og blaðaði svo nokkrum blaðsíðum áfram. Myndirnar á þessum fremstu blaðsíðum voru flestar af myndarlegu álfabarni og eldist hann eftir því sem Firan fletti framar. Þarna fremst í bókin bar þó á að heilar blaðsíur eða hlutar af þeim voru tómar. Firan staðnæmdist á opnu sem var alsett myndum af gullfallegri fullorðinni álfakonu. Undir öllum myndunum stóð bara eitt orð : “Mamma”. Firan rétti fram hægri höndina og rýtingurinn sem hann hafði rekið í kvið Petya tveimur dögum áður birtist aftur í lófa hans. Hann lagði odd rýtingsins á blaðsíðurnar tvær. Um leið og stálið snerti pappírinn hvarf allt sem á blaðsíðunum stóð svo og allar myndirnar. Að því loknu hvarf rýtingurinn aftur að skipan Firans og hann fletti aftur á öftustu blaðsíðurnar þar sem enn var að skrifast atburðir sem Petya var í þessari andrá að upplifa:
“…Vanar hallar sér upp að grenitré stutt frá eldinum og tekur upp leðurskjóðu með þurrkuðum ávöxtum…”.
“Kæææriii meiiistaaariii, viiið biiiðjuuum þiiig. Viiið geeetum gaaagnaaast þééér áááfraaam eeef þúúú baaaraaa úúútveeegaaar oookkuuur líííkaaamaaa líííkaaa þeeegaaar þúúú sleeeppuuur úúút. Þúúú ááát eeekkiii eeerfiiit meeeð aaað bjaaargaaa þvííí. Höööfuuum viiið eeekkiii þjóóónaaað þééér diiiggiiileeegaaa uuum aaaldiiirnaaar? Þiiið auuuðmjúúúkiiir þjóóónaaar þíííniiir grááátbiiiðjuuum þiiig…”. Nú hljómaði greinilega að margar raddir voru að orga í einu í herberginu.
Firan stóð upp og hvæsti út í loftið: “Þið eruð ekki þjónar heldur ÞRÆLAR, ekki einusinni REYNA að telja ykkur trú um annað, og eina ástæðan fyrir því að þið eruð auðmjúkir er sú að ég GERÐI ykkur auðmjúka!”. Firan dró andann djúpt nokkrum sinnum og fór að brosa illvitnislega. “Ég þakka samt umhyggju ykkar. En hafið engar áhyggjur. Þið munuð ”þjóna“ mér áfram þó svo að ég hverfi héðan. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að ég noti þennan skaðræðisgrip eins og til var ætlast að hann yrði nýttur að öllu þessu loknu og þar spilið þið stóra rullu.”. Kvikindisskapurinn skein úr augum Firans.
Hundrað kveinandi raddir ómuðu um herberbið í einum róm : “NEIIIIIIIIIII, MEIIIIIIIIISTAAAAAAAARIIIIIII, VIIIIIIIÐ BIIIIIIIÐJUUUUUUM ÞIIIIIG…”.
“ÞÖGN!”. Öskraði Firan. Hann rétti út hæri höndina með opinn lófann upp og hægt og rólega dró hann puttana inn og myndaði hnefa. Turninn nötraði og skalf. Hrjúfu ofvöxnu skögultennurnar sem stóðu út úr turninum byrjuðu að dragast saman inn í turninn og storknað blóðið á þeim molnaði af á köflum við titringinn frá turninum. Raddirnar allar sem ein veinuðu af sársauka. Firan beið með krepptan hnefann þangað til ópin þögnuðu og sagði svo hinn rólegasti út í loftið: “Ég vil aldrei aftur heyra ykkur minnast á þetta aftur. Ég hef alveg jafn mikil not fyrir ykkur hvort sem þið finnið ekki neitt eða veinið úr sárauka til eilífðar nóns.”.
Löng þögn.
“Meiiistaaariii, eeekkiii…”.
Firan spennti út alla puttana í einu og öll hornin spruttu út úr turninum á víð á dreif, allar á nýjum stað, alsettar fersku blóði sem frussaðist út í loftið og rigndi yfir snjóhvítt landslagið í kring um turninn. Hundrað raddi orguðu kvalir sínar út í tómið en bældu sig svo niður af ótta við frekari refsiaðgerðir. Turninn þagnaði.
Firan bið aðeins til að fullvissa sig um að hann hefði skýrt nógu vel frá sýnu sjónarmiði. Hann snéri sér aftur að bókinni og las :
“Vanar les rúnirnar á botni skrínisins upphátt ”Vengúlan taros mag kúldaaran…“…”.
“Fínt, hann er að koma” sagði Firan við sjálfan sig. Hann lokaði bókinni. Á kápunni stóð ritað gullnum skrautskrifuðum stöfum: “Vanar Miris / Petya Randolov, æviminningar.”. Firan blikkaði augunum og stóð samstundir í miðjum hvíta dalnum og beið eftir bróður sínum.