Erum við nú ekki að gleyma því að ÖLL role-playing kerfi eru min/max kerfi?
Eftir að hafa spilað D&D (allar útgáfur), GURPS, CP2020 og Fuzion, White Wolf kerfin, T2000/Dark Conspiracy, og fleiri í u.þ.b. 16 ár, þá get ég sagt það án þess að blikna að þetta eru allt min/max-capable kerfi.
Allt rifrildi um það hvort D&D eða GURPS séu eitthvað frekar min/max kerfi en hitt er bara algert rugl.
Það skal hins vegar viðurkennt (og allir sem hafa spilað D&D/d20 hljóta að vita þetta) er að D&D/d20 er mun einfaldara kerfi og þar af leiðandi er auðveldara að læra það og því auðveldara að min/maxa charactera fyrir þá sem kunna kerfið og eru þannig þenkjandi.
Þeir sem hafa eytt einhverjum tíma í að spila GURPS vita hins vegar að það er afar einfalt að min/maxa GURPS charactera, þ.e.a.s. þegar maður er búinn að spila kerfið af einhverju viti og kann það vel.
Kerfin henta svo misvel eftir því hvernig campaign maður ætlar að spila. D&D/d20 er meira cinematic (GURPS hentar EKKI sem cinematic kerfi), GURPS er meira realistic (ef maður má nota svoleiðis orð um RPG kerfi). Ef maður vill svo fara milliveginn, þá notar maður bara Fuzion.
Rúnar M.