Sæl öll sömul (ég vona að það sé a.m.k. ein stúlka hérna),
Ég er að þreyfa fyrir mér með áhuga á sögulegum smáfígúruspilum hér á Íslandi. Einu spilin sem spiluð eru í augnablikinu eru fantasíu/sci-fi spilin frá games worshop (warhammer ofl.) en það heillar mig lítið. Úti í hinum stóra heimi er allt fullt af svona miniature wargames þar sem sögulegir herir takast á (Rómverjar vs. Germanir, Assiríumenn vs. Hittítar o.s.frv.). Hægt er að spila hvaða tímabil sem er, allt frá upphafi siðmenningar til seinni heimstyrjaldarinnar.
Þau spil sem ég er svona helst að velta fyrir mér eru DBA og DBM frá Wargames Research Group, þau eru mikið spiluð úti og þykja mjög góð. Ég er með nokkra linka sem ég get sett á korkinn ef áhugi er á því.
Ég veit að þetta snertir Spunaspil ekki beint en þetta er það svæði sem kemst næst wargames.
Ég tek það fram að ég kem ekki til með að selja eða flytja inn neitt af þessu heldur er ég að leita að hugsanlegum spilurum.
Ambrose<BR