Hæbb.
Hvernig væri að fólk póstaði hingað stutta (eða langa) lýsingu á skemmtilegustu spilum eða campaignum sem það hefur spilað,stýrt,samið,lesið,heyrt um o.s.fr.
Ég og spilafélagar mínir erum t.d. nýbúnir að klára campaign sem við erum búnir að vera að spila í 6 ár samfellt (sorgarstund…). Þetta var AD&D spilað í Mystara heiminum (gamla D&D heiminum) og plottið var einhvernveginn þannir að heimstyrjöld braust út vegna töfragrips sem hét “Flæmska tárið”. Töfragripur þessi var búinn til fyrir þúsundum ára af löngu týndri þjóð sem samkvæmt sögusögnum náði ótrúlegri tækni og galdraþróun og storkuðu jafnvel guðunum sjálfum. Eina leiðin til að stoppa stríðið og var fyrir okkur að eyða “tárinu” en það var bara því miður ekki hægt, það var of öflugt það eina sem við gátum gert var að ferðast aftur í tíman og koma í veg fyrir að tárið verði nokurntíman búið til. Þar komumst við síðan að því hversvegna þessi þjóð varð eins öflug og raun bar vitni. Þessi þjóð bjó yfir mjög öflugum töframætti en þegar einn góðan veðurdag stór málmkassi merktur “VOYAGER II” féll úr himnum öðluðust þeir skyndilega gífurlega tækniþekkingu með því að kynna sér fjarjóði kassans. (Hér er sennilega rétt að taka fram að VOYAGER II tengist Star Trek ekki á nokkurn hátt. Við jarðarbúar sendum fyrir löngu síðan gervihnött fullan af allskonar rugli frá jörðinni, Elvis plötur, DNA kóða mannsins, myndir og drasl, út í geiminn í von um að annað líf þarna úti finni hann einhverntíman. Þessi gervihnöffur hét VOAGER II) Með þessari samblönu af töfrum og tækni varð þessi þjóð svona öflug og hættuleg.
En allavega…við drápum gæjann sem hefði gert gripinn á síðustu stundu og björguðum öllu, en mér fanst sagan og plottið djöfullega skemmtilegt.
Þessi stutta lýsing er heldur ekki nógu góð til að lýsa sögu sem spannst á 6 árum (in real life) en verður að duga ;o)
Endilega póstið ykkar skemmtilegustu spilum hingað.
Moon
<BR