hér eru næstu tveir kaflar í sögunni Blóðug nótt/slóð/för (hef ekki ákveðið enn… líklega slóð samt)

atriði í texta gæðu vakið óhug viðkvæmra lesenda

———————

*Næturbrölt*

Diego lítur upp frá humlinum um leið og hann skynjar ókyrð Cadinu. Hann skimar salinn og tekur eftir prestynjunni.
Hann glottir, stígur upp frá borðinu og grípur eina þjónustu stúlkuna. Stúlkunni bregður við og er næstum búin að missa bakka hlaðinn tómum diskum. Diego grípur léttilega undir bakkann, horfir djúpt í augu stúlkunnar og dregur hana að sér. Augu hans, sem augnabliki áður höfðu verið köld og tóm, leiftra af áhuga og hrifningu.
“Sæl, fagra mær. Má ég nokkuð spyrja þig einnar saklausrar spurningar?”
Stúlkan, sem er þó flestu vön, kiknar í hnjánum þegar þessi dularfulli grímuklæddi maður heldur henni nær sér. Hún kinkar hægt kolli, full efasemda.
“Hvar er þessi unga prestynja til húsa, gistir hún e.t.v. á þessu gistihúsi?” spyr hann og kinkar kolli í átt til prestynju Waukeen um leið og hann dregur stúlkuna þéttar að sér.
“é-ég má ekki segja…”
“Ó, þú getur sagt mér það, er það ekki? Ef þessi glæsikona velur þetta gistihús hlítur það að vera sérstaklega gott. Ef svo er mun ég leigja mér herbergi hér… og ef til vill get ég þá hitt þig aftur seinna?”
“ó, ehh. Jú hún gistir hér í einni svítunni á efstu hæðinni” Stúlkan er orðin eldrauð í framan og ringluð. Það höfðu margir gestir reynt við hana áður en það er eitthvað við þennan mann, eitthvað í röddinni og augunum.
“Takk” segir Diego stuttaralega um leið og hann sleppir henni og sest aftur eins og ekkert hefði gerst. Augu hans aftur orðin köld og tóm.
Stúlkan horfir forviða á hann og snýr svo á hæl, reið og sár yfir að hafa verið notuð.

Diego snýr sér aftur að mat sínum og hvíslar um leið upplýsingarnar til félaga sinna. Cadina glottir við og ákveður að panta sér svítu á sömu hæð og prestynjan. Hún kemst fljótt að því að svíturnar eru aðeins tvær
Bara betra, hugsar hún og glottir.

Skömmu eftir miðnætti opnar Diego herbergisglugga sinn. Nóttin er léttskýuð og léttur andvari leikur inn um höfuð hans. Vaxandi máninn er hátt á lofti en stjörnurnar glitra bjart yfir turna borgarinnar. Diego setur á sig klifurgræjur sínar og festir forláta áldaskikju á axlir sér. Hann vippar sér út um gluggan og hefur klifrið. Sex hæðir eru dágóður spotti en hann fer létt með klifrið og brátt er hann kominn að glugga prestynjunnar.
Hann lítur varlega inn um fagurskreyttan gluggann og sér hvar prestynjan sefur svefni hinna réttlátu í stóru rúmi skammt frá glugganum. Diego opnar gluggann ofurvarlega með verkfærum sínum og smeigir sér á eikarborðið sem stendur rétt fyrir innan. Á borðinu lyggur stór gylt bók en hann skeitir því litlu því prestynjan á alla hans athygli.
Diego laumast þögull sem köttur yfir gólfið og að rúminu. Hann smeygir fram hníf sínum og færir hann að grönnum hálsi konunnar. Hann er við það að munda hnífinn fyrir alvöru þegar augu hennar ljúkast upp og skyndilega grípur hún um hnífshönd hans. Diego kippir hendinni að sér og bölvar rækilega
Hvernig gat hún vitað af mér!

Prestynjan rís snöggt upp úr rúmi sínu. Hún virðist íklædd fljótandi gulli, svo vel er þunnur náttkjóllinn ofinn. Hún lítur reiðilega á Diego.
“Hvernig dirfistu að ráðast inn í svítu mína með dráp í huga!”
Diego svarar engu en lítur eftir undankomu leið, áður en hann nær að bregðast við hefur hún fært sig yfir að glugganum svo aðeins er val um að berjast eða reyna dyrnar.
Fjórir hnífar fljúga í átt að prestynjunni úr höndum hans en hún stekkur frá þeim og rekur upp reiði öskur.
“Þessa ósvífni færðu borgaða” hvæsir hún um leið og hún reisir hendur sínar og rödd í bæn til Waukeen.
Gyltir þræðir þeytast út frá höndum hennar og læsa sig í Diego sem reynir að víkja frá þeim. Hann rekur upp sársauka öskur er þræðirnr nísta hjarta hans og láta blóðið sjóða í æðunum.
Sveittur en ákveðinn heggur hann til konunnar með sverði sínu og hittir hana í síðuna. Hún skækir af reiði svo glymur í og missir þræðina.


*Lof sé guðunum*

Enriqe lítur upp frá bókum sínum er hann heyrir veinið og bregst snögt við. Hann grípur sverð sitt og hníf og þýtur upp stigana upp á efstu hæð.
Þar hittir hann fyrir Cadinu sem er að hlera við hurð góðu prestynjunnar. Þau heyra mikinn skarkala og líta hvort á annað.
“Ég má ekki missa af þessu” mælir Enriqe og sparkar upp hurðinni.

Á móti honum koma glerbrot. Matrim hafði einnig heyrt öskrin og ákvað að fljúga inn um gluggann á teppinu sínu. Diego og prestynjan rétt náðu að stökkva frá en Matrim lenti á miðju gólfinu –glottandi.
Enriqe lætur brotna glerið ekki tefja sig og bregður sverði sínu í átt að særðri prestynjunni. Hún víkur sér undan en hendir Matrim út í vegg með göldrum sínum.
“Gefist upp og ég mun leifa ykkur að lifa!” hrópar hún um leið og hún víkur sér undan hættulegu höggi frá Diego.
Þeir glotta og mynda hálfhring utan um hana, staðráðnir í að láta hana ekki sleppa. Enriqe hæfir hana með hníf sínum um leið og hún mælir eitt orð.
“Falassion”
Og hún hverfur á brott. Eina sem eftir er þar sem hún stóð er örlítið af gyltu dufti.

Þremennignarnir standa vonsviknir eftir en ekki lengi.
Diego notar tækifærið og fer ránshendi um herbergið um leið og hann svarar stuttaralega spurningum Enriqe og Mat.
Cadina, sem allan tíman hefur verið úti á gangi, fer aftur inn í herbergi sitt og hristir hausinn.
Þegar Diego hefur tekið allt sem hann telur áhugavert, þ.á.m. gyltu bókina, hverfur hann á braut. Mat tekur teppið sitt og flýgur út um gluggan en eftir stendur Enriqe og horfir í kringum sig hugsi.
Hugmynd Diego var alls ekki svo slæm.

Skömmu fyrir sólarupprás byrtist örlítið ský af gull-ryki á miðju svítugólfinu og er það lægir stendur prestynjan eftir. Kjóll hennar tættur en sárin gróin. Hún svipast um í herbergi sínu og öskrar af bræði þegar hún uppgötvar að einhver stal bókum hennar og fjársjóð. Hún tekur reiði sína út á því sem eftir er af húsgögnunum en róast fljótlega og skríður upp í rúm. Eftir örlitla bæn um vörn heyrist fljótlega þungur andadráttur þess er sefur.

Cadina er enn ekki farin að sofa. Hún líkur bænum sínum til Bane, guðs einræðiststjórnar og kúgunar, og fer einu sinni enn yfir upplýsingar sínar um hinn týnda Hanska Bane. Hún er að loka dagbók sinni þegar hún heyrir reiði öskur hinnar prestynjunnar og glottir með sjálfri sér. Hún háttar sig og hugsar um hvernig hún ætlar að pynta þessa sætu stúlku, Gyðju auðs og velmegunnar. Þessar hugsanir æsa hana örlítið upp en hún er allt of þreytt til að sinna því og við það að festa svefn þegar allt í einu er bankað ákaft a hurð hennar. Hún snýr sér á hina hliðina og vonar að viðkomandi fari en aftur er bankað og að þessu sinni fylgir lágt hvísl.
“Opnaðu, ég er með svoldið sem- *stuna* sem þú gætir haft áhuga á!”
Hún rís fúl á fætur, klæðir sig í þykkan náttslopp og rífur upp hurðina.
“HVA-“
Hún snar stoppar og grípur andann á lofti. Á ganginum stendur Enriqe og heldur klunnalega á vöfðu teppi sem spriklar á fullu. Úr því heyrast bæld kvennmanns öskur.
Hún bregst snögg við, dregur Enriqe inn í herbergið, tekur fram fern handjárn og hlekkjar við rúmstólpana. Á meðan slengir Enriqe teppinu á rúmið og vefur það í sundur. í ljós kemur prestynja Waukeen bundin á höndum og fótum og kefluð. Cadina biður hann að leysa hnútana um leið og hún handjárnar konuna við rúmið. Þegar prestynjan er kirfilega fest kastar Cadina hljóðdulu yfir rúmið svo aðrir gestir hótelsins heyri ekki hvað fram fari.
“Jæja, nú verður gaman.” segir hún og núir saman höndum.
“Hún má samt ekki deyja of aðveldlega! Ég verð að fá að ljúka henni af í nafni Mask.”
“Hmmm… Mask og Bane eru ágætir samstarfsmenn, er það ekki? Getum við ekki tileinkað hana þeim báðum?”
“Jú, ætli það ekki.” tautar Enriqe og krípur við rúmið. Hann tekur hníf sér í hendur og ristir á maga konunnar merki Mask. Það sama gerir Cadin nema það er merki Bane.
Svo hefja þau pyntingarnar.
Í hvert skipti sem prestynjan virðist ætla að líða útaf eða deyja tekur Cadina litla flösku upp með grænum vökva sem ilmar af piparmyntu.
“Þettað hressir hana við svo hún geti tekið við meiri barsmíðum og píningu.”
þegar farið er að líða að degi finnst Enriqe nóg komið og vill deyða hana en Cadina heimtar að gera eitt hroðaverkið til viðbótar; Hún vill ákalla Bane og byðja hann að senda djöful sem myndi nauðga prestynjunni til dauða. Hann samþykkir það og stendur álengdar þegar Cadina legst á bæn. Allt í einu er eins og verði svört, hljóðlaus sprenging í herberginu og bæði missa þau meðvitund.
Þegar þau vakna sjá þau ljóta sjón. Svívirtur líkami prestynjunar liggur nakinn og blóðugur á rúminu. Konan hafði greinilega verið leyst úr handjárnunum áður er verknaðurinn hófst en það hefur lítið hjálpað henni.
Enriqe kúgast en Cadina glottir.
“hmm… ætli Bane sjálfur hafi komið?”
Enriqe yptir öxlum og lítur út um gluggann, sjóndeildar hringurinn er farinn að roðna, aðeins nokkrar mínútur í sólarupprás.
“Eigum við að ljúka þessu með stæl? Sýnin sýndi jú kirkjuna í ljósum logum”
“Jú, og ég veit hvernig!” Cadina hefst handa við að kasta galdri sem lætur lík prestynjunnar labba. Enriqe sveipar konuna prestbúningi hennar og saman fara þau í trúarhverfið. Þar finna Enriqe og Cadina sér góðan útsýnisstað en láta líkið labba inn í hálfkláraða kirkjuna.

Þegar sólin kemur upp ganga Waukeen dýrkendur til kirkju og mæta þar skrúðklæddri prestynjunni sem snýr baki í þau. Prestarnir ætla að heilsa henni en allt í einu snýr líkið sér og þögn slær á hópin þegar það sviptir af sér klæðum og illa farinn líkaminn blasir við áhorfendum. Hræðslu og örvæntingar öskur brjótast út og það er einmitt það sem Cadina beið eftir. Hún kastar Eldi Himins á kirkjuna og brennir alla sem inni í henni voru.
Fólkið í kring er flemtri slegið en Cadina gefur þeim ekki færi á að hugsa heldur stendur upp og lýsir yfir að þetta hafi verið gert í nafni Mask og Bane. Enriqe tekur svo í öxl hennar og notar silfurhring sinn til að koma þeim í burtu, aftur á hótelið.


—————————————
Næst: enduheimting helgidóma<br><br>kv.
Icequeen
<a href="http://elfwood.lysator.liu.se/loth/r/o/rosadogg/rosadogg.html“>Myndasafnið mitt á Elfwood/Lothlorien</a>
<a href=”http://elfwood.lysator.liu.se/zone/r/o/rosadogg2/rosadogg2.html“>Myndasafnið mitt á Elfwood/Zone47</a>
<a href=”http://elfwood.lysator.liu.se/fanq/r/o/rosadogg3/rosadogg3.html">Myndasafnið mitt á Elfwood/FanQuarter</a