Please ekki láta lengd textans hræða ykkur, ég kann bara illa viðað byrta hvern kafla fyrir sig.
Mig langaði að fá að vita hvað ykkur fyndist um söguna og “ritstílinn” hvort ég þyrfti að bæta úr einhverju og þá hverju :)

*Tvö stig fyrir mig…*

Nóttin er full drunga. Hálfmáninn laumast á milli ört þyknandi skýja bólstra og borgin fyrir neðan bíður eftirvæntingafull eftir svalandi rigningunni. Dagurinn var heitur og fullur af lífi en nú eru strætin þögul nema fyrir einstaka hund eða kött. Þögul nema fyrir varðmennina, íklæddum hringabrynjum.

Dökkur skuggi laumast um stræti borgarinnar. Skugginn er mennskur, klæddur svörtum fötum og svartri skykkju. Hann ber hatt á höfði og sólgleraugu á nefi. Hann er fimur en grannur og hreyfir sig af öryggi og ákveðni.
Í nótt er rétta nóttin, hugsar hann, ég finn það á mér.
Hann hefur skipulagt verkið í fjóra mánuði og ekki sparað neitt til. Hann er viss um að að loknum verknaðinum mun hann hafa óskipta athygli Mask, mikilfenglegasta þjófaguðsins.

Skugginn staðnæmist í húsasundi beint á móti sjálfri konungshöllinni. Fyrr um daginn hafði torgið verið fullt af fólki og mikil hátíð haldin þegar Stál-Prinsessan stóð á svölum hallarinnar og lyfti yngri bróður sínum, konungi Cormyr, svo þegnarnir gætu hyllt hann. Nú er nótt og myrkur og þögn legst yfir hið mikilfenglega kastalatorg.
Hann virðir fyrir sér konungshöllina í gegnum gleraugun og dregur andan djúpt. Nóttin er dimm, einstaka tunglskin gægist gegnum dökk skýin. Hann glottir með sjálfum sér fyrir heppni sína.

Hallarinnar er vel gætt af Purpura-Drekunum en jafnvel þeir hafa blindan blett í sjóninni og á hárréttu augnabliki skýst skugginn yfir torgið og að kastalaveggnum. Skugginn stoppar stutt til að ná andanum en skýtur svo, með littlum sérhönnuðum lásaboga, krók með áföstu silvur reipi upp vegginn. Krókurinn festist auðveldlega efst á veggnum og hann klifrar liðlega upp. Hann lendir léttilega á brautinni og lítur til beggja hliða. Alveg á áætlun! Verðirnir eru að skipta á vöktum og eins og er er enginn með hugann við fremri kastalavegginn. Hann vippar sér léttilega yfir í kastalagarðinn og rúllar sér undir runna rétt í þann mund er einn af vörðunum lítur yfir garðinn.
Vörðurinn svipast betur um en kemur ekki aftur auga á skuggan sem nú liggur inn í runna og gælir við fagurgerðan silfurhring. Gesturinn telur rólega upp á tíu og gægist svo framundan runnanum.
Ahh, engin hætta, hugsar hann með sér og hleypur af stað að kastalanum. Á hlaupunum tekur hann upp klifurbúnað og festir á hendur sínar. Hann stoppar augnablik bak við eitt tré til að festa búnað á fætur sér en tekur svo gott tilhlaup. Hann klifrar upp á þak kastalans á met tíma.
Nú þegar upp er komið andar hann léttar. Nú á ég bara eftir að finna herbergið, hugsar hann og blæs mæðinni. Hann lítur í kringum sig og laumast svo að hallargarðinum sem byggingin myndar hring um.
Garðurinn er allur steinlagður ef frá er talið lítið jurtabeð hjá eldhúsinngangnum. Í miðum garðinum er lítill gosbrunnur í laginu eins og dreki og í vesturhluta garðsins stendur stór stytta, úr marmara, af göfugum riddara.
En fallegt, hugsar gesturinn um leið og hann lætur sig síga rólega niður að eldhúsinu. Eldhúsdyrnar eru vel gerðar og traustar. Hann krýpur niður hjá lásnum og byrjar að þreyfa fyrir sér.
AHA! Lítil saklaus viðvörunarbjalla leynist í lásnum. Ekkert mál fyrir meistara eins og mig, muldrar skugginn með sér og nær í verkfæri sín.
Hurðin opnast hljóðlega og skugginn laumast hljóðlega inn. Eldhúsið er stórt og fullt af allskyns matarílátum. Lítill vængjaður köttur sefur rólegur við eldstónna en annars er engann að sjá. Gesturinn læðist áfram fram á gang og annað slagið þreyfar hann eftir gildrum.
Þegar fram kemur hikar hann eitt augnablik en heldur svo upp stigann. Hann kemst alla leið upp á þriðju hæð og heldur inn ganginn, þar sem stórar gyltar dyr bíða hans. Allt í einu heyrir hann fótatak. Enriqe bregst skjótt við og laumar sér bak við eina að stóru brynjunum sem er raðað upp meðfram ganginum.
Þögull vörður gengur niður eftir ganginum og framhjá felustað gestsins. Þegar hann hefur talið upp á tíu er vörðurinn horfinn fyrir horn.
Vitandi það að hann hafi ekki mikinn tíma snýr skugginn sér að hurðinni og leitar að gildrum. Hann finnur nokkrar og aftengir þær naumlega. Lásinn er öllu auðveldari viðfangs og brátt er hann kominn inn í hljótt herbergið.

Léttur andvari leikur um vel búið herbergið frá opinni svalahurð. Innan úr herberginu heyrist annað slagið hljóðlátar hrotur. Gesturinn læðist hljótt og örugglega að svernherberginu. Hann sér fagra, sterkbyggða konu sofandi í risastóru, drekaskreyttu rúmi. Hún er umvafin hvítum sængurfötum en annað lærið er bert og brjóst hennar færast reglulega upp og niður undir þunnri ábreyðunni. Við hlið rúmsins er annað minna og í því sefur ljóshærður drenghnokki vært. Hann heldur um lítinn drekabangsa og virðist dreyma vel.
Maðurinn dregur hljóðlega upp Dráp, hníf sem hann keypti nýlega af þjófagildi sínu, og læðist nær. Hnífurinn titrar af eftirvæntingu. Hann beygir sig yfir litla rúmið og leggur hendina ofur varlega á munn drengsins og bregður hnífnum svo snögglega þvert á háls barnsins. Það kippist til og dökkt blóðið spýtist yfir hvít sængurfötin.
Maðurinn reisir sig við og um hann fer sælu hrollur er hnífurinn nýtur bragðsins af saklausri sál barnsins.
Honum verður litið á konuna sem enn sefur vært. Hann finnur Dráp byrja að titra aftur. Nei, ég ætlaði bara að taka barnið, hugsar skugginn og reynir að standast beiðni hnífsins. En það er samt svo freistandi, hugsar hann, þá eru líka minni líkur á að ég verði fundinn. Með þessum hugsunum krýpur hann niður að sofandi konunni og rennir Dráp léttilega yfir bringu hennar og að hálsinum. Svo sker hann snöggt á hálsæðina. Augu konunnar ljúkast skyndilega upp á gátt en verða brátt líflaus um leið og sængurfötin og þunni silkináttkjóllinn litast dimm rauð. Gesturinn nýtur hvers einasta andartaks á meðan hnífurinn gælir við hrausta og sterka sál konunnar.

Allt í einu kippist skugginn við og flýtir sér inn á gang. Hann hefur tafið nógu lengi í þessu herbergi og það er kominn tími til þess að klára erindi sitt. Hann gægist varlega fram á gang og bölvar hljóðlega er hann sér vörð labba í átt að hurðinni. Hann hallar henni hljóðlega og bíður. Þegar hann heyrir fótatakið fjarlægjast aftur smígur hann fram á gang og vindur sér að næstu dyrum. Þær eru rauðar og alsettar galdrarúnum. Hann flýtir sér að athuga með gildrur og finnur þrjár, tvær galdra og eina nála. Hann ákveður í snarhasti að aftengja öflugri galdragildruna fyrst en setur þá óvart af stað minni galdragildruna. Há og skerandi bjölluhljóð hljóma um kastalann og strax heyrast hröð fótatök koma upp stigann. Hann íhugar eitt augnablika að koma sér inn í herbergið og klára verkið en er hann heyrir til mannaferða hinumegin við hurðina hverfur hann fljótt frá þeirri hugmynd og notar þess í stað silfurhringinn sinn.

Þegar fyrsti Purpura-Drekinn kemur upp stigann er engan að sjá á ganginum en fljótt ljúkast rauðu dyrnar upp og út stekkur fögur og tignarleg kona í rauðum víðum náttslopp. Hún stoppar eitt andartak og lítur spyrjandi á vörðinn en hann yptir bara öxlum. Hún lítur snöggt í kringum sig og bankar á gyltu dyrnar.
Ekkert svar.
Hún bankar aftur og fastar en ekkert heyrirst. Hún hnykklar brýrnar áhyggjufull og tekur í hurðarhúninn. Það er ólæst. Hún bendir vörðunum hljóðleg á að fylgja sér og hrindir hurðinni upp. Inni í herberginu er allt hljótt.
“Alusair! Alusair ertu þarna!” Kallar hún. Rödd hennar er áhyggjufull og svipur kvíðinn. Hún hleypur inn í svefnherbergið og snar stoppar.
“Caladnei, hvað er í gangi? Hvað á þetta a-“ Purpura-Drekinn þagnar í miðri setningu og starir fölur á rúmin. Hann ætlar að leggja hönd á öxl Caladnei en hún ýtir honum í burtu.
“Kallaðu á verðina, ég vil að allir séu vaknaðir innan fimm mínútna og farnir að leita! Og sæktu prestinn!” Hreytir hún í hann og hraðar sér að rúmi vinkonu sinnar. Þögul tár streyma niður kinnar hennar þegar hún sér að hinn ungi konungur hennar er einnig dáinn.

*Guðdómlegt þakklæti*

Dilpur, þriðja stærsta borg konungsríkisins Impiltur. Borg sem iðar af lífi jafnt að nóttu sem degi. Flestir í borginni kunna eitthvað fyrir sér í viðskiptum, jafnt löglegum og öðrum. Musteri þjófaguðsins Mask er leynilegt þó flestir íbúar Dilpur viti um tlvist þess. Þeir myndi aldrei viðurkenna það þó fyrir ókunnungum.

Hinn aldni prestur hneygir sig fyrir Grímunni en hrekkur svo við er hendi er lögð á öxl hans og honum ýtt til hliðar.
“Ehh, Enriqe litli! Ég heyrði þig ekki koma… þér hefur farið fram þessi ár sem þú hefur verið í burtu” Gamli presturinn hljómar hissa og glaður en í augum hans leynist hættulegur glampi er hann virðir fyrir sér unga granna manninn.
“Ég heiti Enriqe DiMarco og ég er ekki lítill lengur” muldrar ungi maðurinn um leið og hann leggur forláta hníf á altarið.
“Engin ástæða til að móðgast, á mínum aldri eru allir litlir. Hvaða hnífur er þetta, ertu að reyna að fá blessun Mask til að gjöra einhvað?” Prestuinn gægjist yfir mjóar axlir Enriqe.
Enriqe svarar engu en bíður rólegur. Presturinn fer að ókyrrast en stoppar svo furðu lostinn. Skuggi virðist umlykja altarið og drenginn og ómeðvitað tekur gamli maðurinn skref aftur á bak.
“Heilagur Mask!”

Enriqe hvorki heyrir né sér prestinn og undrun hans. Hann sér sér sýn.
Ung og fögur kona íklædd gyltum kjól skipar garldramönnum fyrir um byggingu stærðarinnar musteris. Musterið skal byggt til heiðurs Waukeen, gyðju auðs, í landi hinna góðu garldrakarla, Halruua. Enriqe finnur fyrir mikilli fyrirlitningu í garð prestynjunnar og sér sjálfan sig myrða hana og steipa musterinu í glötun.

Hann rankar við sér og sér, sér til mikillar furðu að Drápur, hnífurinn hans, er ekki einn á altarinu heldur er þar forláta lang-sverð lagt þvert yfir hnífinn.
Fyrir aftan sig verður Enriqe var við undrun og spurningar prestsins en hann skeytir því litlu heldur hraðar sér út og heim.


*Gamlir kunningjar*

Húsið er vel byggt með stærðarinnar garði, Enriqe hafði fengið dverga til að byggja það og kostuðu þeir dágóðan skildinginn.

Við hliðið bíður hans ungur maður, hávaxin og sterklega byggður með brún-gylta húð og ljóst hár. Hann glottir glaðlega til Enriqe
“Sæll vertu, hvert er ferðinni heitið?” mælir hann.
“Sæll, Matrim, ég er á leiðinni heim, eða hvað sýnist þér.”
“heh, ég meinti nú hvort þú ætlir í einhvert ævintýri bráðlega. Mér er jú farið að leiðast og ætlaði að bjóða þér með.”
“Jú ég er að fara til Halruua, hefurðu áhuga á að koma með?” Enriqe veit að svarið verður já og bíður því ekki eftir því en opnar hliðið og heldur af stað upp að húsinu til að fá sér hressingu.

Vikur seinna eru þeir tilbúnir að halda af stað og Enriqe notar silfurhringinn sinn aftur, Lilla hestinum hans til mikillar mæðu.
Höfuðborg Halruua er ólík flestu sem Enriqe og Matrim hafa séð áður. Mest af umferðinni fer fram á fljúgandi teppum langt yfir höfðum vegfaranda og glæsilegir turnar garldrakarlanna ná upp í skýin. Á hverju horni má finna búð er verslar með kyngimagnaðar vörur.

Leið félaganna liggur beint í trúarlega hluta borgarinnar þar sem standa tvö glæsileg musteri og verið var að reysa það þriðja. Hofið í miðjunni er tileinkað Mystru, galdragyðjunni, og við syðri hlið þess stendur musteri guðs þekkingar, Azuth. Norðan við Hof Mystru eru sex garldrakarlar að verki við að reysa himinháa veggi úr fílabeini, sem þeir kalla upp með göldrum sínum.
Félagarnir gleyma þó fljótt garldrakörlunum er þeir sjá unga glæsilega konu með logandi ljóst hár íklædda gyltum útsaumuðum kjól. Hún er greinilega við stjórn og Enriqe þekkir hana strax úr hugljómun sinni. Hnífurinn Drápur titrar af eftirvæntingu.
“Við skulum skipta með okkur verkum, þú finnur gististað meðan ég fylgist með konunni” mælir Enriqe og leggur hönd sína léttilega á Dráp eins og til að róa hann.
“Samþykkt, ég verð ekki lengi.”

Matrim heldur galvaskur af stað, ríðandi eftir götum borgarinnar. Sólin leikur um brún-gylta húð hans og ljóst hár og hann nýtur athyglinnar sem hann fær fyrir litaraft sitt. Þetta hlýja landslag er ólíkt heimkynnum hans en hann kann samt vel að meta það.
Fljótt áttar hann sig þó á því að allir bestu gististaðirnir eru ofarlega á húsunum og ekki þýðir að ætla að ná til þeirra af hestbaki. Hann ákveður því að setja klár sinn í geymslu og kaupa sér fljúgandi teppi.
Matrim arkar inn í næstu garldrabúð og á móti honum tekur eldri kona íklæddum hvítum klæðum.
“Get ég aðstoðað?”
“já takk, ég er að leita mér að teppi, svona fljúgandi teppi”
“já, að sjálfsögðu. Hvernig má bjóða þér?”
“ha?”
“eins, tveggja eða fimm manna?”
“ehh, tveggja væri ágætt.”
“gjörðu svo vel, hvernig skal greiða?”
Matrim glottir og tekur upp úr bakpoka sínum stærðarinnar poka fullan af gulli og gimsteinum.
“á borðið”
“ekkert mál. Komdu hérna á bakvið og ég tel það” Konan brosir vingjarnlega, hún er greinilega vön að taka á móti ríkum ævintýramönnum. “má bjóða þér te?”
“nei takk, kannske seinna. Vertu sæl.”
“en-” hún ætlar að segja e-ð fleira en Matrim er þegar kominn út á götu. Konan glottir með sjálfri sér og fer út í glugga. Þetta verður áhugavert, hugsar hún.
Matrim skellir teppinu á götuna og sest.
Ekkert gerist.
“Fljúgðu af stað.”
Ekkert gerist.
“upp, upp”
Enn gerist ekkert. Eftir nokkrar tilraunir gefst Matrim upp og fer inn í búðina aftur.
“afsakið en eru einhverjar leiðbeiningar?”
Konan á erfitt með að halda niður í sér hlátrinum í fyrstu en róast og gefur honum upp leyniorðið og hvernig á að stjórna teppinu.

Brátt þeysir Matrim um himininn eins og reyndur flugkappi og skemmtir sér nokk vel. Adam var þó ekki lengi í Paradís og brátt kemst Matrim að því að fylgja þarf ákveðnum reglum til að forðast árekstravið aðra loftfarendur. Þegar svo var komið áttar Matrim sig á því að hann er algerlega týndur!
Mat veltir fyrir sér í smá tíma hvar hann eiginlega gæti verið en kemur þá auga á þetta flotta gistiheimili. Það er á tólf hæðum en inngangurinn er á fimmtu hæð. Matrim setur áhyggjur sínar til hliðar, veður inn og bókar tvær svítur, aðra á sjöundu hæð og hina á þeirri áttundu. Þegar hann hefur borgað hið ofurháa verð ákveður hann að tími sé til kominn að finna Enriqe.

Enriqe fylgist með ungu prestynjunni úr fylgsni sínu. Í rauninni hefði hann ekki þurft að fela sig í húsasundinu, ef hann vill getur hann horfið inn í mannfjölda og enginn tekur eftir honum. Þar eð ef hann er ekki í sínum sérsaumuðu svörtu fötum. Hann hefur alltaf verið venjulegur í útliti. Þegar hann var yngri angraði það hann örlítið að geta ekki heillað ungar stúlkur en í gegnum tíðina hefur hann lært að meta sitt auðgleymanlega andlit og meðal háa líkama.
Hann lítur til sólar, Matrim er búinn að vera í burtu í þó nokkurn tíma og Enriqe hefur lokið könnunum sínum á staðháttum.
Loksins bompar Matrim niður á jörðina á torgið fyrir framan hann.
“Þú tekur þér tíma!” Segir Enriqe önugur er hann hoppar úr fylgsni sínu.
“æ, þegiðu og komdu, við setjum Lilla í hestageymslurnar og notum teppið.”
“hmmm það verður honum ekki vel við en ætli hann verði ekki bara að sætta sig við það. Kannske eru merar þarna.”

Þegar þeir koma aftur á gistiheimilið (eftir nokkrar krókaleiðir) koma þeir auga á kunnugleg andlit. Í einu horninu situr dularfullur, grímuklæddur maður sem félagarnir þekkja sem Diego og á móti honum situr fögur en alvarleg kona íklædd svörtum kjól. Cadina Ikantos, hugsar Enriqe, prestynja tileinkuð Bane, guð einræðis og haturs, hvað ætli þau vilji hér.
Enriqe lítur á Matrim sem kinnkar kolli. Þau höfðu ferðast aðeins saman áður og líkað vel því ákveða þeir að setjast hjá þeim. Cadina horfir rannsakandi á þá með djúpum visku augum en Diego virðist nokk sama.
Hún er falleg með sitt stutta hár og alvörugefna andlit… tala nú ekki um stæltan líkaman, kvarflar að Matrim, en ég myndi ALDREI þora að snerta hana!
“Hvað eruð þið að gera?” segir hann upphátt
“Oh, bara skoða… ég var að vonast til að komast á bókasafnið hjá þeim Azuth-um en þeir eru einhverra hluta vegna með lokað.” Svaraði Cadina með yfirvegaðri röddu.

Þau skiptast á nokkrum orðum um veðrið og hvað þau hafa verið að gera. Hvorugur hópurinn gefur þó neitt merkilegt upp, eins og þeirra er vani. Brátt fer Matrim að leiðast kurteisin og vindur sér beint í skipulagningu verksins með Enriqe. Cadina hlustar á mál þeirra og lýsir fljót yfir áhuga sínum til að aðstoða við “fjarlægingu” prestynjunnar.
“Mér líkar ekki við Waukeen… hún kann ekki að fara eftir reglum.” mælir hún yfirlætislega. “Diego, þú ætlar að aðstoða líka, ekki satt”.
Einhvernvegin hefur Enriqe á tilfinningunni að þetta hafi ekki verið spurning en Diego virðist ekkert kippa sér upp við það og samþykkir. Hvað ætli sé í gangi milli þeirra… Íhugar Enriqe en ýtir þeim hugsunum fljót til hliðar þar sem mikið af skipuleggingu er þörf.

Yfir stórkostlegri sjávarréttaveislu ræða þau saman um hvað skal gera en í miðri veislunni snar þagnar Cadina. Hún finnur kalt vatn renna milli skinns og hörund og veit þegar í stað að eitthvað yfirgengilega gott hefur komið inn. Hún lítur við og sér hvar Prestynja Waukeen gengur inn með þrem öðrum prestum.


næsti kafli: *lof sé guðunum* -viljiði að ég byrti hann?<br><br>kv.
Icequeen
<a href="http://elfwood.lysator.liu.se/loth/r/o/rosadogg/rosadogg.html“>Myndasafnið mitt á Elfwood/Lothlorien</a>
<a href=”http://elfwood.lysator.liu.se/zone/r/o/rosadogg2/rosadogg2.html“>Myndasafnið mitt á Elfwood/Zone47</a>
<a href=”http://elfwood.lysator.liu.se/fanq/r/o/rosadogg3/rosadogg3.html">Myndasafnið mitt á Elfwood/FanQuarter</a