-VAKNAÐU LETINGINN ÞINN!!
heyri ég þegar pabbi rykkir upp hurðinni, orðinn hundfúll vegna þess að ég svaf yfir mig… aftur.
Ég sest upp, teygi vel og vandlega úr mér meðan ég horfi á vegginn.
-Jæja! Drífðu þig! Við höfum verk að vinna.
Æjá…

ég ýti Bláum af mér eftir að hafa klappað honum ögn og stend upp, gríp klæði mín er ég greiði hárið með annarri hendi.
Mér liggur ekkert á… það er bara pabbi sem er að drífa sig.
-HRMPF… ef þú klárar þetta einhvern tíman koddu þá út á akurinn ég þarf á þér að halda.
já já, ég er á leiðinni.

Ágætt… hann er farinn. Rauður kemur malandi jafnt sem mjálmandi og er greinilega svangur, svo ég fylgi honum um litla húsið að eldhúsinu. Þar sem ég gef honum sem og Bláum ögn að éta.
Mamma lítur á mig með fyrirlitnings-glampa í augunum…
-drífðu þig Tóní. Pabbi þarfnast þín.
… ég kinka kolli og hugsa, nei, ég þarfnast pabba.

Svo legg ég af stað út á akurinn og sér þar pabba, vinna hörðum höndum á akrinum, ég skokka til hans og spyr hvað ég skuli gjöra…

hann réttir mér plóg og segjir mér að byrja að vinna og hætta þessum leti-skap. Svo fer hann til að sinna hestunum…

Enn einn dagurinn … sem ég sóa í það að vinna á akri, ég ætti að kíkja í bæjinn nýja lagið mitt er alveg frábært og ég er viss um að fólkið þar mun fíla það.
Já ég sé það fyrir mér … allur salurinn tryllist og heimtar aukalag… dömurnar hópast að mér og ölið flæðir… svo koma álfar frá ríkidæmi konungs síns og biðja mig um að halda tónleika þar og svo kemur Corellon Larethian sjálfur og biður um og svo …

HÆTTU AÐ DAGDREYMA KRAKKI!! FARÐU AÐ VINNA.

öh… bölvaða…

ég klára þennan langa vinnudag… fer aftur upp í herbergi fyrir mat og tala við Rauðan og Bláan, verst er að þeir skilja ekki orð í mannamáli. En maður verður víst að sætta sig við það… þeir öskra þó ekki á mann hehehe.

Ég vakna við brunalykt… úpps. Er ég að missa af matnum… ég kíki fram og þar er enginn eldur, ég lít út um gluggan. Og ég neita að trúa þessu… þetta hlýtur að vera draumur ennþá. En nei, ég bregst hratt við og sé að orkar eru komnir í bæjinn…

ORKAR??? svona margir!! … nú væri gott ef álfarnir væru hérna, þeir myndu bjarga okkur. En nú er það hver sér um sjálfan sig… ég gríp í Bláan og lít eftir Rauðum… finn hann ekki. Hann hlýtur að skila sér, svo hleyp ég af stað. Í burtu…

en nokkrar Orkar virðast taka eftir mér… einzgott að hlaupa bara hraðar. Ég hleyp og hleyp, inní skóginn… ég hleyp og hleyp reyni að forðast að klessa á trén.

Ég heyri í þeim ennþá fyrir aftan mig… ég heyri einhvað kljúfa loftið og í átt til mín á ógnarhraða…

Góði guð! Ekki láta hana hæfa mig!

Ég var víst ekki bænheyrður, ég finn skerandi sársaukan fara þvert í gegnum öxlina á mér… ég var næstum því búinn að missa Bláan úr óvarðri vinstri hönd minni.

Ég hleyp meira … og meira þar til önnur ör hæfir hægri fótlegg minn ég dett og Blár kastast úr höndunum á mér beint áfram og það síðasta sem ég sé er einhvað sem líkist álfi grípa Bláan…

hvað er á seyði?

Allt svart.


-Framhald seinna- ef ég nenni að skrifa meira. Jæja kommentið takk, fyrsta skipti sem ég skrifa sögu upp einzog sögu.

<br><br><i>no offense óttar.. reynir að vera harður thug og eina sem þú segir er “mammaþín”
</i>-don-iris að dissa mig…
mitt svar : ha? mammaþín að segja mammaþín?