Ég á Vampire:TM cd rom sem hefur að geyma fimm bækur sem er gott að eiga með kjarnann af reglunum, þetta er náttúrulega nokkurra ára gamall diskur þannig að þetta er ekki í samræmi við Rev ed. Gallinn við þennan disk er, að mínu mati, að þeir náðu ekki að ýta sér út úr bókarforminu, hver einasta blaðsíða úr bókunum er þarna og bara sem ein blaðsíða, þeir sameina þetta ekki kafla sem heldur hafa blaðsíðuskil nákvæmlega eins og þau voru. Á disknum var líka forrit til að skapa persónur, forrit til að búa til skjöl sem líta út fyrir að vera official (til dæmis með merki CIA), síðan var 3d forrit til að búa til hús eða eða utandyra (borg, bæ) 3 víddar kort.
Ég veit að það hefur verið gefinn út diskur með Core Rules fyrir AD&D, samt bara gömlu reglurnar, en vitið þið um einhver önnur dæmi um svona diska ?<BR