Ég var að lesa grein Truespirit áðan.. og var einmitt að hugsa þetta. Ég hef reynd að DM-a 10 manns og það er PAIN! Algjör hryllingur því maður nær aldrei athygli allra spilara.. nema maður kannski strippi.. en það væri ekki eins áhrifaríkt hjá þér fyrst þú ert bara með stelpum.
Minn hópur er annars mjög blandaður.. og gífurlega stór.. og það spila yfirleitt ekki nema brot og brot í einu.. eða með 2 DM-a.
Annars leysist allt út í blaður.. og getur líka gert það jafnvel þótt það séu fáir að spila.
En það fylgir því líka einn stór galli.. þessi stóri hópur.. að það er sjaldnast sama fólkið sem er að spila.. og þessvegna erum við ALLTAF að byrja á nýjum ævintýrum.. eða breyta þeim og það er afskaplega sjaldan sem við klárum ævintýri.
Náttúrulega gaman að fá smá fjölbreytni í fólkið.. en þetta getur verið afskaplega pirrandi :(
Plús það að það er aldrei hægt að fá alla til að spila á sama tíma.
Ég veit nú eiginlega ekki tilganginn með þessari grein… ég er bara afskaplega pirraður einstaklingur sem gæti þegið smá góð ráð.
tigra