Ég og góður vinur minnVernon höfðum verið að ganga í allan dag í gegnum Úlfshérað þar til við fundum okkur lítið pláss við Lornen skóg og ákváðum að eyða nóttini þar áður en við héldum til Helion borgar næsta dag. Dagurinn hafði ekkert verið svakalega spennandi. Vernon var enn að drepast í bakinu eftir síðustu átök okkar við tröll sem við rákumst á í ferð okkar. Það var nú algjört vesen. Við reyndum að taka einhvern rosa krók til að hindra það að tröllið kæmi auga á okkur en það heyrði í okkur þegar ég hrasaði um rót sem stóð út í loftið og féll kylliflatur. Það var nú bara það að tröllið kom æðandi að okkur rymjandi og sveiflaði þessari rosalegu trékylfu að okkur. Það var bara ekkert annað að gera en að grípa til varna er var komið í þessar aðstæður þannig að Vernon hljóp í hringi til að tröllið næði honum ekki á meðan ég lét fljúga yfir það örfum. Eftir að tröllið hafði fengið nóg af örfum í þykkan skrápin þá ákvað það að þetta væri tímasógun og gekk beljandi í burtu. Það mátti nú ekki seinna vera því Vernon stóð á öndinni. Jæja eftir það þá héldum við áfram ferð okkar og allt sem gerðist á eftir það það var nú bara að ég fann stein í stígvélinu mínu og Vernon fann sveppi. Við orðnir svo sársvangir að við átum sveppina og urðum seinna með magapínu nokkra tíma á eftir.
Þreyttir eftir gönguna þá ákváðum við að eyða nóttinni við útjarð Lornen skógar. Einhverjir heimamenn sögðu okkur að það væri reymt í skóginum og þar byggju undanlegar verur. Ég trúi ekki á svona hjátrú og Vernon ekki heldur. Við fundum okkur góða trausta eik og sátumst niður við hana er fór að kvölda. Vernon náði í eldivið enda hann með þessa rosa exi til þess og ég allveg tilvalinn til að veiða til matar enda einn besti bogamaður í mínu héraði. Ég veiddi okkur nokkra héra og er ég var kominn með bráðina til baka var Vernon kominn með þennan fína bálköst. Maturinn var góður og á meðan raulaði ég lag fyrir munni mér á meðan Vernon stangaði úr tönnunum.
Rekki á sér boga og ör
Þung er lífsins veiði
Að miða, skjóta, hættuför
Næmni er rekkans greiði.
Eftir þessu góðu máltíð og þennan leirburð minn þá fórum við að halla okkur. Vernon lognaðist strax út af og ég þar stuttu á eftir. Um nóttina vaknaði ég við það að Vernon hristi mig rosalega. “Hvað er það Vernon, láttu mig vera ég er að reyna að sofna”
- “En Ardeth heyrirðu ekki hljóðin?” hvíslaði Vernon eins og hann væri hræddur um að eithvað heyrði í honum. Rétt eftir að hann lauk setningunni þá heyrði ég þetta rosalega hvæs koma úr skóginum. Ég snarþagnaði og lagði við hlustir. Eftir andartak þá heyrði ég það aftur þetta rosalega hvæs. Nú var ég orðinn virkilega hræddur þannig að ég stóð hægt upp og teygði mig í bakpokann minn. Ég dró kyndil úr og kveikti í honum með glóðunum úr bálkestinum. Ég rétti Vernoni kyndilinn og sagði honum að draga upp exina afar hægt. Ég tók upp bogann minn og spennti ör á streng og Vernon dró upp þessa risavöxnu öxi sem hann ber alltaf. Við heyrum hvæsið aftur og hrukkum við í kút því það virtist vera á hreyfingu. Orðnir virkilega taugaveiklaðir á þessu öllu samann hrópaði ég inn í skóginn “Farðu burt héðan eða sýndu þig, við erum vopnaðir þannig stígðu fram hægt og rólega”. Mér létti mikið því ekki heyrðum við þetta hvæs í nokkurn tíma eftir á en við héldum áfram að rýna inn í skóginn þaðan sem hvæsið kom frá. Við heyrðum grein brotna og þetta undarlega hvæs aftur. En nú var það enn búið að færa sig úr stað og heyrðum við í einhverju fyrir aftan okkur. Við allveg stjarfir úr hræðslu snérum okkur við og sáum okkur til mikillar skelfingar þetta risastóra dýr. Ég öskraði……….