Jæja. Ég ákvað bara að senda þessa fyrstu 8 kafla inn.
Hitt kemur seinna.
Ég vona að þið, sem komist í gegnum þetta, gerið ekki of mikiðr úr stafsetningar villunum og skemmtið ykkur.
Kveðja,
Rames.
——
Kafli 1.
Hár hennar og skikkja flöktu í sunnan vindinum. Hún fann lyktina af ný grónu grasinu. Það var komið sumar og dagarnir voru orðir lengri og heitari. Hún naut þess að standa þarna uppá hæðinni sem gnæfði yfir bænum sem hún bjó í. Hún hét Karolína og var með gullislegið hár sem lá niðurherðarnar. Augun voru brúnir hálfmánar. Hún var klædd i hvít pils og bar létta hvíta skikkju. Hún var álfur og þó hafði hún óx úr grasi meðal borgar barna. Önundur Fáfnir hafði tekið hana að sér þegar hún var aðeins 4ura ára að aldri. Önunndur hafði fundið hana á leiðsinni heim til Pathaar þegar hann fan hana eina og yfir gefna á veginum. Önundur var meistara þjófur að atvinnu og hafði kennt fórsturdóttur sinni allt sem hann kunni við þá iðju.
Karolína var dág falleg, eða svo höfðu flestir drengjana sagt, hafði hún heyrt, jafn vel með þessi skrítnu eyru. Karolína hafði það í vöggugjöf að geta sannfært nánast hvern sem er um hvað sem er. Hún var sérstök. Eða svo vildi hún halda.
Hún andvarpaði. Það var orðið nokkuð síðan að hún hafði gert nokkuð spennandi. Ekkert krefjandi hafði komið til hennar í langan tíma. Hún hafði meirað segja verið orðinn yfirmaður þjófafélagsinns í Per’Shantaar, en það hafði farið í vaskinn þegar einhverjar óviljaveru höfðu komið í borgina og húsið sem hýsti félagið hafði verið brennt. Hún hafði þó sloppið, hún gat hælt sér fyrir að vera á lífi. En þetta var samt hálf grátlegt alltsaman. Hún gekk niður af hólnum, í átt til bæjarinns.
Hún átti lítið snoturt hús í suðurenda bæjarins. Þetta var kvist hús. Karolína hafði borgað nokkuð mikið fyrir viðgerðirnar á þessu gamla húsi. Húsið hafði lítin snotran garð sem hún var oft að stúsast í. Pathaar var ekki stór borg og var innan landamæra Shantaars. Shantaar var dalur í miðju fjallgarði.
Karolína gekk heim að húsinu sínu. Hún var komin inní eldhús þegar hún heyrði að það var bankað á dyrnar. Þegar hún opnaði sá hún að Magnea, besta vinkona hennar, stóð þarna. Karolínu fanst Magnea heldur taugaóstirk. ,,Hvað er að?“ spurði hún Magneu þegar hún lokaði dyrunum. ,,Trausti er eithvað veikur“ og svo braust Magnea í grát og Karolína gat ekki annað gert en að faðma hana að sér. Trausti var maður Magneu, hann var kafteinn í löggæslunni og faðir þriggja barna. ,,Hvernig veikur“ spurði Karolína. ,,Hann er heltekinn, segja prestarnir.“ svaraði hún. ,,Heltekinn“ endur tók Karolína hugsi ,,Kanski við ættum að fara til hanns. Hann gæti þurft að heyra rödd þína”. ,,Já, kanski” svarað Magnea döpur ,,Hann bara er ekki samur. Hann reindi að drepa Devinad. Þeir sem voru berztu vinir. Það var með naumunum að 5 menn ræðu við að loka hann inni í klefa.” ,,Hvað voru þeir eiginlega að gera?” spurði Karolína.
,,Í gær fóru hann ásamt fleirum út í skóginn að veiða, þeir eru víst allir orðnir svona núna.” svaraði Magnea. Karolína var hálf skelkuð við þetta. Að vera andsetinn var ekkert spaug. ,,Bíddu aðeins“ sagði hún við Magneu og gekk inní stofuna.
Fyrir ofan eldstæðið hékk rapier með hilti úr beini og gulli. Karolín tók það og gekk inní svefnherbergi sitt og opnaði þar skáp sem Magnea hafði aldrey séð hana opna áður. Í honum var hryngabrynja sem virtist draga ljósið að sér. Karolína hægræddi klæðnaði sínum og fór í silki blússu og pils sem hún hafði innanundir brynjunni. Svo klæddist hún í fínu silki fötum sem hefðarkona myndi verða ánægð með að eiga. Karolína hagræddi sverðinu og klæddist svartri silki skikkju en yfir hana festi hún stutt sverð. Magnea hafði aldrey í þau níu ár sem þau höfu þekst hafði hún séð hana svona uppá prídda. Magnea vissi af sverðinu í stofunni en Karolína hafði sagt að faðir hennar hefði átt það.
,,Jæja, komum“ sagði hún og ítti í hina agndofa Magneu.
Þau gengu niður að herbúðunum og báðu um að fá að sjá Trausta. Séra Geirharður tók við þeim og leit hálf undrandi á Karolínu en benti þeim að filgja sér. ,,Við höfum ekki enn fundið ráð til þess að kveða burt andana“ muldraði hann. Hann var ekki fríður maður, meðalstærð og nokkuð þybbinn. Hann var með þunt hvít hár og orðinn ellilegur enda um áttrætt að aldri en talinn með hinna gáfaðari manna í landinu. Þau gengu niður í dýflisurnar, myrkrið ríkti hér einaljósið sem barst var frá kindlunum sem héngu á veggjunum. Þau staðnæmdust fyirir framan einn klefann. Karolína gat séð Trausta sitjandi við vegginn. Ekkert heyrðist nema andardráttur viðstaddra og söngl sem kom frá Trausta. ,,Hann var aldrey vanur að syngja“ hvíslaði Magnea að henni. Já, hún vissi það. Honum fannst gaman að dansa, en hafð lítinn smekk á tónlist.
,,Trausti? Heyriru í mér?“ spurði Karolína en fekk ekkert annað svar en stein sem hafði legið við hönd mann sinns. ,,Hver fjandinn!“ kallaði Karolína ósjálfrátt. ,,Gen’Tawn Te’Githine! De Githine Theran fa’Daghinon!“ kallaði Trausti óvart, með djúpri hollri röddu, sem var ekki hanns eigin. Öll þrú hrukku í kút. ,,Hvað sagði hann eiginlega?” spurði Magnea, við það að bresta í grát aftur. Geirharður var þögull um stund, en þegar Karolína leit á hann virtist hann verað tala við sjálfann sig. ,,Gen’Tawn, já… já… einmitt… Ég er sá er þú kallar Herra! Herra yfir þér, aumi þjónn!” þuldi Geirharður. ,,Da hentrie pâ Petaninon deh fath!” kallaði Geirharður til Trausta, og hafði tekið upp merki söfnuðar síns, sem var gulli sleginn kross.
,,Te Tra Pethaninon! Ceth Gen´Gaphine.” öskraði dýrið Trausti. ,,Ég fer hvergi! Ég er Herra Gaphine“ þýddi Geirharður ,,Áskell! Sendu eftir hinum prestunum.“ Með ómannlegum hraða komst Trausti frá öðrum enda klefans til hinns áður en þáu gátu bruggðist við og reindi að grípa í Karolínu sem datt aftur fyrir sig. ,,Fa’Daghinon hen Thephine!“ öskraði Trausti af bræði þegar hann næði ekki gripi á henni. ,,Ég á sálu þína, aumi þjónn!“ þýddi Geirharður. ,,Hvað gerði ég?“ spurði hún í uppnámi.
,,Hen aphine ter Thephine!“ kom frá Trausta, ,,Ég hef alltaf átt sálu þína!” þýddi Geirharður. Hún gat ekki tekið meiru og hljóp út með Magneu á hælunum.
„Verður all í lagi með hann?“ spurði Magnea Harald yfirprestinn. „Við höldum að við höfum fundið ráð til þess að bjárga vesalingunum,“ svaraði Haraldur „en okkur vantar jurt til þess að geta búið til seiðið. Og það er ekki til nema á einum stað í þessum blessaða heimi. Hammravík.“ „En þar er reymt og kanski eithvað enn verra sem bíður þar í skugganum.“ hreytti Karolína útúr sér. „Viljiði frekar hafa mennina svona. Alltaf að verða meira djöfull en maður með hverjum deginum sem líður, ég vona bara að við getum bjargað sál þeirra, þegar útí það er farið.“ sagði Geirharður. „Nei, en hverjir myndu vilja fara í slíka hættu för?“ spurði Magnea. „Ég hef einn mann í huga,“ svaraði Haraldur „Kafteinn Patrekur.“
Kafli 2
Hann horfið yfir herbúðirnar. Svo margir nýliðar þetta árið. Svo margt sem þurfti að kenna. Hann gekk niður tröppurnar úr turninum og svo gekk hann yfir þjálfunar svæðið. Allstaðar þar sem hann leit voru menn sem heilsuðu með herrmanna kveðju.
Hann var kafteinn yfir Varðmönnum Siglanna, sá þriði hæsti í stjórn. Hann var myndarlegur maður, með dökt hár, grá augu og leit kraftalega út. Hann var í fullbrynju úr Deplani, málmtegund sem er sterkari en stál en þó léttari, og sína bláu skykkju. Á bringunni og ábaki skykkjunnar var gylltur kross. Hann langsverð með silfur slegið skafti, en haldið var úr beini. Skrefin voru örrug og hann bar sig með reisn. „Kafteinn!“ kallaði einhver, og stoppaði í sporunum og beið eftir við mælanda.
„Ah, undirliðþjálfi. Eithvað sem ég get gert fyrir þig?“ spurði hann mannin sem hafði kallað. „Þín er beðið í srifstofu Stórmeistarans.“ svaraði undirliðþjálfinn.
„Þakka þér fyrir.“ svaraði hann fyrir sig.
Hann gekk upp að skrifstofunni og bankaði á hurðina, hann heyrði vonbráðum „Kom inn“. Þegar hann opnaði sá hann lafðið Anthenon, stórmeistara og höfuð reglunnar. Hún var um fertugt, með ljóst hár sem var snert hvítu. Hún var vel byggð og hafði án efa verið falleg í fyrri tíð, en það var að mestu að fjara út. Hún var hörkuleg og hafði skipunar brag á henni. En þarna voru fleiri. De’Lesdric, æðstiprestur og svo var einhver kona sem hann hafði aldrey séð áður, en hún var gull falleg með gyllt hár. ‘Passar vel, þessi lýsing’ hugsaði hann með sér. „Þú sendir eftir mér, yðar göfgi?“ spurði hann. „Ja. Karolína, þetta er Kafteinn Patrekur van Diphine. Hann er sá sem þú munt ferðast með.“ sagði Anthenon kröftugri röddu.
„Ha?“ var það eina sem hann gat stunið upp. „Þú ert að fara með Karolínu. Hvað er að? Er hún ekki nógu sæt fyrir þig, herra hetja?“ Sagði Anthenon hæðislega. Þegar hún slepti orðinu var einsog andlit Karolínu yrði að steini. „Ha? Nei, nei. Allsekki. Ehh… Hvert er…? Afhverju ég?“ spurði hann undrandi. Þá tók Karolína til máls.
„Menn í nágreni Pathaar hafa orðið andsettir og við verðum að finna jurt svo að þeir haldi ekki áframm að vera það.“ sagði hún stuttaralega. ‘Hún hlítur að halda að ég sé alger auli’ hugsaði hann. „Jæja, já? Hvert förum við?“ spurði hann eftir nokkra þögn. „Þið farið norð-vestur,“ kom frá prestinum, „þar er dalur sem er kendur við víkina. Hammravík.“ „Þú treisitr þér þangað, ekki satt?„ spurði Anthenon stríðnislega.
„Ef þú svo fyrirskipar, svo mun ég gera.“ sagði hann kroftuglega, umleið og hann reisti úr sér og veitti hermanna kveðju til Stórmeistarans. Karolína leit með vanþókn á hann og sagði eithvað sem hann heyrði ekki, en hann heyrði þegar Anthenon fór að skelli hlæja. Hann vissi ekki allveg hvernig hann ætti að bera sig. „Þið leggið af stað eftir þrjá daga. Ef þig vantar eithvað, Karolína, láttu mig bara vita. Þið ættuð kanski að kynnast betur þessa þrjá daga. Ég meina, eftir þá hafi þið bara hvort annað.“ sagði Anthenon glaðlega og hann sá að Karolína var eithvað strekt. ´Ég verð að reinað vinna hana á mitt band’ hugsaði hann með sér. Að svo búnu þakkaði hann fyrir sig og fékk leyfi til að fara. Enn var hann að hugsa hvernig hann gæti fengið hana til að líta ekki á hann með þessum fyrirlittningar svip.
„Skrítinn þessi kafteinn.“ sagði Karolína við Anthenon „Lætur hann alltaf svona?“
„Nei, það get ég nú ekki sagt. Hann er yfirleitt yifrvegaður og merkilegur með sig. Missti þetta allt þarna.“ svo byrjaði hún aftur að hlæja. „En mér finnst að þú ættir allavega að borða með honum í kvöld, reinað kynnast honum dálítið. Hann verður það eina sem þú getur stólað á þarna vestur frá.“ „Já.“ svaraði Karolína mæðulega.
„En gæti ég fengið önnur föt þá, fyrir kvöldið.“ sagði hún feimnislega. „Já, ekkert mál. Komdu með mér.“
Þau hittust á krá sem hét ‘The Gliding Sparrow’, og var í ríkramanna hverfinu. Hún var í grænum silki kjól og með græna skykkju á baki. Hún bar silfur hálsfesti og gullisleginn ríting með rúbín í beltisstað. Hann beið heinnar við borð sem hafði verið tekið frá fyrir þau. Hann var klæddur í rauðsilki föt og bar enn sverðsitt. Hann var soldið myndarlegur, hún varð að viður kenna það.
Hann gekk til hennar og leiddi hana til borðs. ‘Mikið var hún falleg svona.’ hugsaði hann með sér. „Jæja, seigðu mér nú eithvað um þig sjálfa.„ bað hann eins fallega og hann gat. „Það er nú ekki mikið frásögu færandi. Ég veit ekki hvar ég var fædd, eða hverjir foreldrar mínur voru. Önundur Fáfnir fann mig og ól mig upp.“ hún beið solittla stund til að gá hvort hann hefði heyrt af manninum. „Hann kenndi mér flest sem ég kann. Ég var soldið í því að vinna málaliða vinnu fyrir nokkrum árum en var hætt öllu svoleiðis.“ Svo þagnaði hún. „Hvað með þig?“
Kafli 3.
Þau höfðu talað saman allt kveldið, en Karolína fyrir leit hann enn. Hann skildi þetta bara hreynlega ekki! Hvað hafði hann gert af sér? Hann skildi þetta ekki. Hún var óvenju þrjósk, þessi Karolína. Á þriðja deginum var hún þó hætt að fyrirlíta hann, en hann var ekki í neinu uppá haldi heldur.
Hún stóð við hestinn sinn og var að festa síðustu kifjarnar á hann. Gylltir lokkar sveifluðust með vindinum. Núna var hún klædd í hvítaskykkju. Þau klifruðu á bak fákasinna og kvöddu líðinn og riðu svo út úr virkinu, og ekki leið á löngu þangað til þau voru komin á veginn fyrir utan borgina. Þau riðu hlið við hlið, þó Karolínu líkaði ekki svo við hann, var hann þó eini ferðafélaginni.
Þegar nótt skall á voru þau stödd í littlu þorpi í vestur hluta dalsinns. Þorpið hét Mikklaholt og var sagt að til forna hafði þarna verið mikið höfðingjabýli. Þetta var lítið og snoturt þorp stuttu frá landamærunum. Þau riðu til hesthúss kráarinnar og létu strák, sem virtist vera um það bil 13 ára að aldri, taka við hestunum. Þau tóku föggur sínar og gengu til kráarinnar. Patrekur fórá undan inn. Lítið sást í stofunni, þar sem mikinn reyk lá um hana. Kráin var ekki mjög stór, en flestir stólar voru upptekknir.
Patrekur gekk til barþjónsinns.
„Áttu laus herbergi fyrir okkur?“ spurði hann og benti á Karolínu. „Ég á eitt herbergi, herra minn. Það besta. Brúðarsvítan er hún kölluð. Viljiði fá hana?“ spurði eigandinn. „Gjarnan.“ sagði Patrekur og borgaði manninum. Þau gengu upp og lögðu frá sér farángurinn. Karolína virtist heldur þreitt. En þau gengu þó aftur niður og pöntuðu mat og snæddu hann. Þau virtust vera miðpunktur athyglinnar þarna. ‘Er fólkið ekki vant að sjá aðalsfólk’ hugsaði Patrekur, því þau litu allveg eins út og rík aðalshjón. Loks sofnaði Karolína frammá borðið. Hann vissi ekki allveg hað hann ætti til bragðs að taka. Vekja hana eða bera hana upp? Hann ákvað að gera hið seinna, og bar hana í fangi sér upp stigann og lagði hana á rúmmið, svo fór hann aftur niður til að gæta að hvort þau hefðu gleymt einhverju. Þegar hann kom niður stigann sá hann alltí einu hníf stefna sína átt svo hann steig til baka. Út var að brjótast slagur. Hann hraðaði sér inn og sá að hann hafði gleymt hringnum sínum á borðinu og einhver var í þann mund að taka hann. Hann tók skindi ákvörðun og kastaði hnífnum í hendi mannsinns, sem kippti henni að sér. Svo hljóp hann og greip hringinn. Hann varð að komast upp. En fyrst leit hann í kringum sig. Of seint. Hann fann hnefa einhvers í andlitinu og féll aftur fyrir sig. Hann var í fullbrynjunni, en hún vó einsog hringabrynja. Hann stóð á fætur og barði manninn sem hafði lamið hann. Greyið maðurinn flaug í gegnum loftið. Patrekur hafði séð nóg í bili. Hann gekk rösklega upp stigann og inní herbergið þeirra. „Hvað er um að vera þarna niðri?“ spurði syfjuð rödd. „Einhver áflog.“ svaraði hann og fór að tína brynjuna af sér.
Patrekur vaknaði þegar hendi lenti í hausnum á honum. Þetta var í ljósaskiptunum og Karolína var enn í djúpum svefni. Hann reindi að sofna aftur en ekkert gekk, þannig að hann fór framm úr. Þegar hann var búinn að fara í fötin tók hann sverðið, en hann lét brynjuna liggja þar sem hún var. Hægum skrefum færðist Patrekur nær stiganum.
Einhverjir voru greinilega vakandi, því hann heyrði raddir í hálfum hlóðum upp.
„…á víst að drepa þau, ef við sjáum þau. Einhver sagði að þau hefðu gyst hérna.“ sagði djúp rödd. Patrekur gekk nær og heyrði einhvern annan segja „Þau voru hérna í gær kveldi, ég man eftir þeim. Afar falleg álfamær og ungur maður í blárri skikkju?“
„Einmitt,“ hvað við frá þeim djúpraddaða. Patrekur gekk í hægðum sínum niður, og sá þar aðeins tvo menn við borð við veginn. Annar var í bláum kyrtli en hinn í einhverskonar brynju og í fjólublárri skikkju. Þeim brá eithvað, sýndist Patreki. Þeir hreinlega stukku á fætur, en settust svo aftur niður. „Afsakið ónæðin,“ sagði Patrekur, „en vitiði hvort að það sé hægt að fá te, hérna?“ „Hvað ættum við að vita það,“ hvæsti þessi í bláa kyrtlinum „við rekum þennan stað ekki!“ Patrekur sá að á borðinu hjá þeim var bréf sem þessi í skikkjuni var að reinað fela, svo lítið bæri á. „Afsakið mig, þá, ég ættlaði ekki að trufla ykkur.“ sagði Patrekur kurteisislega og gekk að bar borðinu. Mennirnir tveir voru núna farnir að hvíslast á. Hann fann hvernig andrúmsloftið varð mettað af spennu. Hvíslið varð ákaft. Þeir stóðu á fætur og gengu í átt að Patreki. „Eigi þið eithvað van talað við mig?“ spurði hann. „Já.“ svaraði sá skikkju klæddi og dróg upp stutt sverð. Patrekur var fljótur að bregða sínu og berja frá höggin sem á honum dundu. Kirtil klæddi maðurinn stökk upp í loftið, en missté sig, og endasendist á borð. Patrekur vann sig í mynstur og ladi sig finna vekleika í vörn óvinarinns. Hann steig framm loksinns eftir erfið högg og hjó til andstæðings síns, en sá skikkjuklæddi barði stóðst gegn því og hjó í átt að Patrekar. Patrekur fann þegar blaðið fór í gegnum fötin og inn í holdið. Heitur sársauki skaust frá maganum.
Sá skikkjuklæddi sá sér leik á borði, og reiddi sverðið til annars höggs, en stoppaði alltí einu, riðaði aftur á bak og féll aftur fyrir sig. Þar stóð syfjaður álfur með blóðugt sverð í hendi. „Varaðu þig!“ kallaði hún og benti til hliðar við hann. Kirtilklæddi maðurinn hafði staðið upp og var að gera sig tilbúinn til að gera árás að nýju. Á ótrúlegum hraða, skaust hann frá borðinu sem hann hafði lent á, og inn fyrir vörn Patreks. Patrekur fann hnefa í andlitinu og svo fót í magann… Allt varð svart.
Kafli 4.
Er allt í lagi með þig?“ var það fyrsta sem hann heirði. Hann var með dúndrandi höfuðverk. „Ha? Já, ég held það. Mér kennir til í magann!“ stundi Patrekur.
Sjónin var soldið brengluð, en hann sá Karolínu grúva sig yfir hann og einhvern mann, sem hann taldi vera prest. „Er alltí lagi með þig?“ spurði hann. Hún hló.
Hún hló að honum! Heit reiði fann veg sinn um æðarnar, einsog eytur í blóði.
„Ég hélt nú að hetjan sjálf væri meira en þetta.“ sagði hún og potaði í hann.
„Þeir komu mér að óvörum…“ sagði hann vandræðalega. ‘Darekon hjálpi mér.’ hugsaði hann. „Ertu nó í lagi til að ferðast? Bróðir Deventhorn læknaði þig.“ sagði Karolína. „Ég held ég geti geti það, já.“ sagði Patrekur reiðilega og stóð á fætur.
„Hvar er brynjan mín?“ spurði hann Karolínu. „Hérna. Villtu klæðast henni núna?“
„Já!“ hvæsti hann.
Það var kominn miður dagur og þau höfðu lítið stopað nema til þess að borða. Patrekur hélt alltaf sér um maga, þó að sárið væri ekki lengur til staðar. „Hvað gerðist fyrir seinni árása manninn?“ spurði Patrekur eftir margra tíma þögn. „Veg allrar veraldar.“ svaraði Karolína einsog ekkert annað væri eðlilegra. „Hvernig þá?“ hélt hann áframm. Hann var enn reiður eftir að hún hafði hleigið að honum. „Eftir að þú flaugst út í vegg og hættir þar með í slagnum, fékk hann sverð í bakið. Þetta sverð mitt virðist oft enda í þannig.“ svaraði hún kardranalega. „En á borðinu var bréf.“
Karolína rétti honum bréfið.
Kæri frændi,
Mér þikir myður um að byðja þig þess, en tvær manneskjur hafa komið inn í áformin og gætu stefnt honum í hættu. Vinsamlegast fjarlægið þau og þú munt fá heil 2000 gullpeninga.
Ég treysti á þig,
Te´Wanden.
Hún var farin að sjá í virkið sem gnæfði yfir veginum inn í dalinn. Þetta var eitt af hinum fjóru hliðum. Það skrítna var að þessi dalsskora var allgjörlega víggirt. Frá virkinu, sem var á vinstri hönd þeirra, lá veggur allveg yfir, og var hlið í honum miðjum.
Henni fannst Patrekur hálf skrítinn ásýndum, þegar þau riðu nær virkinu. Hann bar sig, fullan af stolti og sjálfsöriggi. Mennirnir sem sáu þau ríða inní húsagarðinn við virkið heilsuðu honum að hermanna sið. Þau stukku af fákum sínum og gengum á fund kafteinsinns. Hermennirnir heilsuðu honum og hneigðu sig fyrir henni.
Þetta fannst henni hálf skondið.
Kafteinninn var stórvaxinn, vöðva mikill og stoltur. „Hertogi“ sagði hann og heilsaði. „Lafðið.“ sagði hann þegar hann hneigði sig. „Hvað get ég gert fyrir yður?“
„Ég ber þér skipanir frá Stórmeistaranum.“ sagði hann formlega. „Og okkur vantar herbergi, yfir nóttina. Kalt úti, fer illa með húðina, skilurðu.“ sagði hún fjörlega og brosti hlíju brosi. „Já… Auðvitað, frú mín góð.“ svaraði kafteinninn. Og hún sá svipinn á Patreki dökkna.
Kafli 5.
Karolína vakknaði við fyrsta ljós. Þetta hafði verið góð nótt. Hún hafði sofið vel í góðu rúmmi. Einu af fáum í virkinu. Hún settist upp og leit í kringum sig, ekki allveg viss í fyrstu hvar hún væri. Svo datt það inn í hana. Allt það sem hafði gerst. Hennar littla ævintýri. Þetta minnti hana á dagana þegar hún hafði ráfað um í ævintýra leit.
Karolína skreið framm úr og gekk að glugganum. Þetta var fallegur gluggi. Steiftur með mynd af rós. Lásinn á glugganum var falinn og það tók hana um korter að finna lásinn og dýrka hann upp. ‘Afhverju hafa menn svona glugga læstann eginlega?’ hugsaði hún.
Eithvað skrítið gerðist þá. Hún sá fugl fljúgandi fyrir utan gluggann.
Hann minnti hana á Thomhendin, de’tripn af fálka ætt. Hann var með silfraða vængi og augu sem minntu á smaragða.De’tripn voru minni en venjulegir fálkar. Þegar hún hafði verið yfir þjófa félaginu hafði hún verið kölluð ‘Karolína silvur fálki’, því hún bar alltaf Thom sér á öxl. En þegar hún flúði borgina hafði hún fengið hann til að fljúga á brott.
Hún skoðaði fuglinn sem virtist fluga í hringi fram hjá glugganum hennar. Skörp augu skoðuðu hana göngæfilega. Svo lenti hann í sillunni. Hún tók andköf. Þetta var hann! Eftir svona langann tíma! Þetta var ótrúlegt. Hún seilgdist með heindina að honum og ítti að bringunni, hann stökk upp á hönd hennar og gekk upp á öxlina. Hann vissi greinilega hvar hann átti að vera.
„Farði niður.“ bað hún fálkann, sem hlíddi. Hún klæddi sig í brynjuna og reiðkjólinn utanum og hagræddi sverðinu. „Komdu.“ sagði hún, fugli og lenti aftur á öxlhennar. Henni fannst hún hafa fundið hluta sjálf síns sem hana hafði vantað svo lengi.
Patrekur var orðinn óþolinn móður að komast aftur á stað. Hann hafði beðið Kafteininn um 15 riddara til aðstoðar. Patrekur hafði loksinns fyrirgefið Karolínu fyrir að hafa haft hann að atlægi daginn áður, en var orðinn andsi gramur yfir biðinni. ‘Þessar konur!’ hugsaði hann reiðilega, ‘Gæta þær aldrey flítt sér?’
Og í sömu mund gekk karolína út um dyrnar og heilsaði honum. „Allt til reiðu?“ spurði hún. „Fyrir löngu. Hvað er þetta?“ spurði hann undrandi þegar hann sá fálkann.
‘Mjög fallegur fugl’ hugsaði hann. „Hann er de’tripn og kallaðu hann Thom.“
Hún virtist eithvað glaðari núna en daginn áður.
Þegar þau voru búin að ríða í dág góðan tíma, spurði Patrekur „Varst það þú sem varst kölluð ‘Silvur Fálki’?“ alvarlegur. „Nei. Nei nei, það var ekki ég.“ sagði hún snögglega…
Hann hét Hrafn og var með hár dökkt sem fjaðir hrafnsinns. Andlit hanns bar merki átaka, hann hafði ör sem náði fré augnbrún niður á kinnbein. Hann hafði verið talinn myndarlegur á sínum ingri árum og höfðu augu hanns verið full af kærleika og gleði.
Það hafði breist með árunum. Nú voru þau uppfull af hatri. Hann var um fimmtugt og var klæddur í dökk föt og hélt á kíki við augað.
Þeir höfðu beðið við þessa klettanöf í rúma þrjá tíma. Loksinns var tími til kominn að fara af stað. „Rik mekkur í austri.Gerið ykkur til.“ skipaði Hrafn mönnum sínum.
Þau höfðu riðið frá morgni til kvölds, og voru komin inn í skógarrjóður. Patrekur stopaði og sté af baki. „Hér stöldrum við við.“ sagði hann í skipunar tón. Karolína stökk af baki og rétti einum riddaranum tauminn. Henni fannst þetta soldið skondið, þeir greinilega töldu hana af aðalstygn.
„Vilji þér vera svo vænir að setja upp tjaldið mitt hér?“ bað hún annan riddara.
Hann stökk til og sagði „Með ánægju, yðar tign.“
Á leiðinni hafði hún séð mennina stara á sig. Þetta var hálf neiðarlegt, að ríða með heilum hóp af mönnum, allir glápandi á hana. En nú var komið á svefnstaðinn og vonaðist hún tilþess að geta fengið frið eftir að i tjaldið væri komið.
Eftir tæpar tutugu mínútur var tjaldið reist og maturinn til. Þetta var ekkert sérstakur matur, en matur þó og áthún sem best hún gat.
Hann fann lyktina af grilluðu kjöti í loftinu. Hann hélt á boga í vinstri hendi og sú hægri hélt við örina. Hann læddist nær. Hann heirði raddir í lágum hljóðum núna, en nær gekk hann. Hann sá vörð standandi við brún trjánna, rýnandi í svartið. Hann dró bogann upp og lét örina fljúa. Hann heyrði manninn bölva og lenda svo í jörðinni.
Raddirnar voru hættar. Hann færði fingurna nær munninum og blés.
Karolína heirði einhvern málm detta. „Hvað var þetta?“ spurði hún um leið og hún spratt á lappir og dró sverðið úr slíðrum. Riddararnir gripu til vopna, „Myndið hring!“ skipaði Patrekur og mennirnir hlíddu. Karolína hikaði og horfði um öxl. Hún sá hendi nálgast sig, óttinn greip hana. Hún byrjaði að öskra og hlaupa til Patreks.
Hún fann höndin grípa um hettuna og toga með nægum krafti til að hún féll öskrandi og misti sverðið. Hún fann þegar hnefa lenda af afli í haus sínum.
Allt varð svart.
Patrekur sá mann hlaupa út úr skóginum og var að farað gefa þá skipun að gera á hlaup á manninn, þegar um 10 aðrir komu út úr skóginum. Hann sá mannin hlaupa aftur inní skóginn þegar hann loks gaf skipunina.
Patrekur hjó til eins árasarmannsinns með slíku afli að hann féll í sundur við miðju. Félagar hanns litu hvor á annan áður en að reina þetta aftur. Hann hindraði eitt sverðið sem sótti að honum, en þá kom annað og skarst í brynjuna og marði vinstri handlegg hanns. Patrekur hélt heiðri sínum og gerði gagnárás þannig að þeir dóu báðir.
Að bardaganum lokknum tóku þeir líkama andstæðinganna og brendu þá.
En hinn dauða félaga þeirra grófu þeir í jörðu og blessuðu staðinn.
Kafli 6.
Allt var myrkvað og hún vissi ekki allveg hvort hún væri í vöku eða draumi. Hún reindi að hreifa sig en var andsi stirð. Hún var bundin á höndum og lá undir hlíju ullar teppi. Hún reindi að reisa sig við, en hönd streittist á móti. „Hún er vökknuð.“ heirði hún einhvern segja.
Teppinu var svift af henni og hún sá tvo menn horfa niður á hana. Annar var með mikið dökkt hár og virtist eldri en hinn. Hinn virtistum tuttugu og fimm vetra, með snoturt ljóst hár og græn augu. „Hún er falleg.“ sagði sá yngri, „Þurfum við endilega að myrða hana?“ ‘Drepa hana?’ Karolína varð mjög skelkuð ‘Ég verð að komast héðan’ var það eina sem kom upp í huga hennar. Sá eldri virtist taka eftir þessu og hristi hausinn. „Hinn innilokaði fálki mun ætíð verða frjáls í hjarta. Ég voga mér ekki að láta hana lifa af. Betra er að gera sem bróðir minn bað.“ „En faðir…“ „Ekkert ‘en’, drengur!“ Sagði sá eldri grimdarlega. „Hvenær á þá að lífláta hana?“ spurði ungi maðurinn hriggur. „Vertu kátur. Hún verður meðal síns fólks eftir nóttina.“ svaraði sá eldri.
Hún sá í hversu vondum málum hún í rauninni var, ‘Hvar er þessi Patrekur núna’ hugsaði hún hrædd.
Þeir höfðu gengið á eftir árásar mönnunum þegar þeir voru búinir að grafa þann sem hafði fallið í átökunum. Erfitt reindist þeim að finna slóðir, en að lokum fundu þeir eina sem virtist vera sú rétta. Andrúmsloftið milli mannanna var þrungið spennu, þegar þeir gengu óvissum skrefum. Patrekur hélt um hjöltun á sverðunu, hann heirði ekkert annað en næturhljóðin og málminn skellst í brynjum félaganna.
Þeir sáu ekki markt út frá hjálmum þeirra í myrkrinu, en voru þó á því að þeir væru að farað ná þeim. Þeir fóru hraðar yfir og loks komust þeir að jaðri skógarinns og sáu bíli skammt frá, með hlöðu. Hlaðan og húsið voru staffhús og skein ljós úr gluggunum.
„Við virðumst hafa fundið staðinn.“ sagði einn þeirra. „Svo sýnist mér.“ svaraði annar. „Tveir fara aftan við, aðrir tveir við hlöðudyrnar, báðar. Og þrír leita að öðrum leiðum. Þú kemur með mér.“ skipaði Patrekur, sem sjálfur ættlaði að aðaldyrunum. „Þegar þið heirið bank, ráðist inn!“
„Farðu með hana í hlöðuna, Bárður sér um öxina.“ bað Hrafn Guðbrand son sinn.
„En..“ „Ekkert ‘en’!“ Hvæsti Hrafn „Við erum búnir að ræða þetta, helvítið hafi það!“
„Já, faðir.“ sagði Guðbrandur dapur og tók síðan aftan í skikkju Karolínu sem horfði biðjandi á hann. „Nei.“ sagði hann rólega og gekk með hana í haldi yfir í hlöðuna.
Karolínu fannst þetta andsi sóðalegur staður. Þarna héngu snærisspottar niður úr loftinu, og heyjið var allstaðar á gólfinu. Kassar voru á víð og dreif og íldu likt var í loftinu.
Hún öskraði.
Þarna var örruglega bóndinn, hangandi uppi í loftinu og byrjaður að rottna. Það leið næstum yfir hana.
Við stórt tréborð stóð maður, borðandi eppli. Hann var sóðalegur útlits, með mikið skegg, lítið hirt hár og viðbjóðslegar tennur. Karolína gretti sig.
„Leifið mér að kynna þér fyrir Bárði, hann er afar góður með öxina.“ sagði Guðbrandur. Bárður glotti illfirnislega og henti epplinu út í loftið. „Mikið er hún sæt, þessi. Leiðinlegt að við verðum að drepa hana.“ sagði hann. „Ó já.“ sagði Guðbrandur hálf vonsvikinn. Bárður tók gróflega í blússuna og lifti henni á borðið með þeim látum að blússan rifnaði. ‘Ég neita að sýna veikleika!’ öskraði Karolína á sjálfa sig, en fann kynnarnar hittna. Bárður glotti. „Leiðinlegt, vissulega.“ og tók upp öxina sem lág að borðinu.
Patrekur bankaði á hurðina. Maður á miðjum aldri kom til dyra. Hann var með mikið svart hár. „Hvað vilji þið?“ spurði hann undrandi þegar hann sá tvo menn með hjálma á höfðum. „Við leitum að aðalskonu sem hvarf hér um slóðir.“ svaraði annar mannanna. „Ja, ég veit ekkert um slíkt.“ sagði hann alltof fljótt og án umhugsunar.
Patrekur var viss. Þetta var staðurinn. Hann ítti manninum inn. Þetta var vel hirt stofa sem hann var komin inn í. Þarna stóðu þrír menn með vopn. Patrekur og félagi hanns gripu til vopna. Einn réðst að Patreki með lélegu tveggja handa sverði. Höggið var þungt en Patrekur barði það frá sér auðveldlega og renndi sverðinu í gegnum hold mannsinns, sem féll með mikklum látum. Hinir tveir réðust á félaga Petreks, sem var búinn að fella annan manninn, en hinn stóð enn og það reindist honum erfitt að verjast árásum mannsinns sem hélt á tveimur sverðum og veittist að honum.
Patrekur tók sveiflu mikkla sveiflu, en áður en maðurinn gat brugðist við fann hann sverðið skerast inn í síðu hanns. Við þetta fék félaginn tækifæri og hjó að hálsi árásarmannsinns.
Bárður reið öxina til höggs, en heirði einhvern mikinn umgang. Hann leit í kringum sig hálf ráðvilltur. Hann sá guðbrand draga sverðið sitt úr slíðrum og búast til að verjast. „Drífðu þig, þú ljóta fífl!“ hvæsti Guðbrandur á hann. Hann reið öxina til höggs að nýju, en fann odd stingast í magann. Hann leit á árásarmanninn sem var Guðbrandur. „Littla rottan þín!“ öskraði hann og klauf höfuð Guðbrands í tvent.
Dyr hlöðunnar opnuðust og inn komu fjórir menn, brynjuklæddir og allir með sverð í hönd. Þeir réðust að honum. Hann reið öxina og hjó í kvið eins mannsinns með slíku afli að hann heirði beinin mölbrottna, og maðurinn endasentist aftur til hurðarinnar. Félagar hinns fallna veittust nú að honum. Hann fann sverðin stingast í sig allstaðar frá. Hann féll niður og fann lífið fjara út með blóðinu. Sverðin héldu áframm að hamast. Loks verð allt svart.
Karolína var lömuð af hræðslu og staðri bara út í loftið. Hún fann einhvern taka hana upp og bera hana að rúmmi sem hún var lögð í. Hún lá allveg stjörf, en fann hönd strúka hárið. Hún reindi að hreifa sig. Það var einsog hún væri lokuð inni í líkama sem hlíddi ekki skipunum henna. Hún notaði allann sinn vilja stirk og náði að hreifa einn fingur. Karolína fann hönd taka um sína eigin hönd. Þetta var soldið notarlegt. Hún reindi einsog hún gat og náði að hreifa augun og sjá manninn. Patrekur kraup hjá henni og leit útfyrir að hann væri að byðja til síns guðs.
Það var einsog eithvað losnaði í henni. Hún sá ekki lengur þessa svarthvítu hlið á heiminum og hjartað hennar hoppaði til Patreks. Hún reis upp og faðmaði hann að sér.
Kafli 7.
Þetta var allt voðalega skrítið, fannst Patreki. Honum hafði aldrey liðið svona áður. Honum leið einsog einhver úr ævintýrunum sem amma hanns hafði sagt honum þegar hann var barn.
Hann hélt utan um Karolínu, þar sem hún lá að honum. Patrekur hafði oft getað tælt konur, en nú fannst hann bundin við þessa einu. Karolínu. En meðan þau lágu þarna spruði hún „Afhverju heldurðu að þeir hafi ættlað að drepa mig?“. Þetta kom hálf flatt upp á Patrek, hann hafði ekkert hugsað út í það. „Ég skil það nú eiginlega ekki sjálfur. Það er einhver sem augljóslega vill hindra förina. Manstu eftir bréfinu?“. „Já, veist þú hver Te´Wanden, er?“. „Nafnið hljómar kunnuglega, en ég kem því nú samt ekki fyrir mig.“ svaraði Patrekur. „Hann hlítur að vera ríkur“ gat Karolína sér til.
„Já, eða hefur öflug tengsl.“ svaraði Patrekur og hélt þéttar að henni. Hún naut þess að liggja þarna hjá honum. „Við skulum ekki hugsa um það núna.“
Þau lágu þarna dá góða stund, uns það var bankað á hinar breiðu eikardyr. Herbergið var ekki stórt, en það var snoturt eftir að Karolína hafði farið aðeins yfir það, og þryfið allt rik sem var það var að finna. Við austur vegginn voru tveir gluggar, og rauð gluggatjöld héngu frá gluggakörmunum. Við austur vegginn stóð lítill en fallegur fataskápur og við norður vegginn, í miðju herbergisinns var tvíbreitt rúmm, þar sem Patrekur og Karolína lágu.
„Komdu inn.“ kallaði Patrekur og dyrnar oppnuðust. Þarna stóð einn af þeim sjö mönnum sem höfðu lifað af áhlaupið. „Patrekur hertogi, við verðum að leggja af stað bráðlega. Við getum ekki bara legið hér og leikið okkur, ef ég má leggja það þannig.“
„Já,“ svaraði Karolína og andvarpaði, „aldrey tími til þess, býst ég við.“ „Við verðum tilbúin eftir klukkutíma. Seigðu mönnunum það.“ sagði Patrekur skipandi röddu og liðsforinginn hneigði sig og gekk út.
Rétt um klukkutíma síðar voru þau öll komin á hestana og að leggja af stað frá sveita bænum. Það var kominn um miðjann dag, og himininn var fagur blár. Það var léttskíjað en hlíj golan gerði lítið annað en rétt að snerta skykkju Karolínu. Þau riðu yfir græn tún og í gegnum skóga.
Þau komu síðdeigis í lítinn bæ sem íbúar kölluðu Hrafnavelli. Bærinn var víggirtur og verðir stóðu uppá þeim.
Þegar þau komu nær stóðu tveir hlið verðir og horfðu á þau með undrun. Annar spurði „Ert þú virkilega Blástakkur?“. „Hvað meinar þú með því?“ spurði Patrekur undrandi. „Ég meina… Ert þú virkilega í Varðmönnum Síglanna?“ spurði hinn vörðurinn. „Já, það er hann. En gætu þið vinsamlegast opnað hliðin, ég er þreitt eftir langt ferðalag.“ svaraði Karolína, áður en Patrekur náði að opna munninn. „Ó! Að sjálfsögðu, lafðið. Ég bara… Opnið hliðin!“ kallaði sá fyrri. „Þakka þér.“
Karolína stökk af hesti sínum fyrir framan krá sem bar nafnið ‘Söngfuglinn’. Skiltið var lit ríkt og augljósslega nýj málað. Kráin var einn stærsta hús bæjarinns og var með 35 herbergi. Til móts við hana hljóp drengur, ‘Svona 11 ára’ hugsaði hún þegar hún kastaði til hanns taumnum og einum gullpening. Hann starði á hana stóreigður fyrir þessa mikklu umbun. „Ég þakka, mikkla frú!“ sagði drengurinn, og Karolína hljó að. „Þú ert velkominn, barn“.
Hún og Patrekur gengu hlið við hlið upp að stórri hurðinni, sem opnaðist með ískri. Inni var dimt og loftið fúlt. Það voru um þrettán stór hringlaga borð í salnum, en aðeins þrjú voru í notkun. Stuttu frá þeim á vinstri hönd stóð maður við afgreiðslu-borðið og horfði á þau. „Hvernig get ég aðstoðað, herra minn og frú?“ spurði hann varfærnislega. „Þennan stað þyrfti að laga…“ sagði Karolína annars hugar. „Ha?“ „Já, við þurfum 5 herbergi, takk.“ „Já, frú. Er það eithvað fleira?“ „Nei, þakka þér.“ svaraði Karolína og tók við lykklunum.
Það var komið kvöld, og Patrekur og Karolína lágu í rúmminu þögul. „Villtu gyftast mér?“ spurði Patrekur óvænt.´Þú hefur enga hugmynd’ hugsaði Karolína, en sagði „Já.“
Kafli 8.
Karolína hafði vakknað snemma morguns og farið að skoða í búðir. Hún fann, eftir töluverða leit, búð klæðskera og gekk inn. Allir gluggar búðarinnar voru opnir í hálfagátt, svo frískt loft lék um hana. Karolína gekk að búðarborðinu, og þrísti á bjöllu, sem stóð á borðinu. Eftir skamma stund kom maður á sínum eldri árum niður stiga, sem lá bakvið borðið. Hann bar hvítt hár og skegg. „Hvað gæti ég gért fyrir þig?“ spurði hann þreytulega. „Mig vantar kjól fyrir brúðkaup.“ svaraði hún. „Mér finnst þetta nú bara hið allra fallegasti klæðnaður. Bíddu aðeins, ég næ í Kristjönu.“ sagði gamli maðurinn og gekk upp stigann. Skömmu seinna kom hann niður í filgd með konu sem Karolína taldi um 25 vetra, eða svo. Hún var með dökt hár og græn augu. Kristjana bar sig með reisn og þokka.
Krisjana horfði á Karolínu, einsog hún væri að mæla hana út. „Brúðkaup, ha?“ „Já“ „Þitt?“ „Já“ svaraði Karolína. „Hvaða liti villtu hafa?“. „Bara hvítan lit.“
Samtalið gekk áframm langastund, en að lokum sagði Kristjana „Komdu aftur á morgun. Kjóllinn verður til þá.“
Þegar Karolína gekk loks út var kominn miður dagur og ákvað hún að best væri að ganga aftur til kráarinnar. Hún stytti sér leið og fór inní húsa sund. Hún hafði það á tilfinninngunni að einhver væri að filgja sér.hún ákvað að halda föstu fótmáli, en þegar á enda gangsinns tók, beygði hún til hægri og lagðist upp að veggnum.
Ekki leið á löngu uns hún heirði greinilegt fót mál. Karolína dró lötur hægt upp stuttsverðið og var tilbúin til að stökkva á þann sem kæmi fyrir hornið.
Fyrir hornið kom maður sem gekk hægt. Hún stökk framm og stakk hann í brjóstið. Maðurinn féll aftur fyrir sig með undrunaraugum. Hann var klæddur í tötra, en hélt á bréfi og stundi upp „Ég .. átti að g’ffaa þér þéttahhhh…“ svo runnu augun aftur. „Ehh… Já.“ Þá rann fyrir henni hvað hún hafði verið fljót fær. Þetta var bara bettlari. Allt varð mjög skýrt í kollinum á henni.Hún tók blaðið og dró hann aftur inn í húsasundið. Þarna voru kassar sem hún ákvað að dysja yfir hann með. Lítið sást í hann, en lyktin myndi draga að sér. Að lokum hraðaði hún sér út úr sundinu, en gekk rólega þegar á veginn var komið. Karolína fann sér stól sem hún settist í og tók upp blaðið.
Hafðu allann varan á, unga systir. Því í myrkrinu krípur hið illa, tilbúið að veita þér, eða nokkrum þeim sem þér filgja, bana högg.
Bréfið var ekki undirritað og kom þetta Karolínu mjög á óvart. ‘Systir’. Hún hafði aldrey vitað til þess að hún ætti systkyni. Þegar hún fór að hugsa út í það hafði hún aldrey verið neitt að vellta sér upp úr svoleiðis hlutum. Hún var bara hún.
Þegar hún var búin að lesa bréfið gekk hún rösklega aftur til kráarinnar. Þegar hún kom inn í borðstofuna, sá hún að við eitt borðið sátu fjórir menn, hún þekkti þó bara tvo þeirra með nafni. Hún gekk til þeirra og spurði „Er Patrekur uppi, Sanel?“. „Já,“ svaraði maðurinn „hann fór aðeins út áðan en kom fyrir um hálftíma.“
Hún hvaddi og gekk upp stigann. Þegar þangað var komið, fann hún réttu dyrnar og bankaði létt á þær. Eftir svolittla stund opnuðust þær og Patrekur faðmaði Karolínu að sér. „Hvar hefur þú verið? Ég var orðinn nokkuð hræddur um þig. Þú fórst svo snemma og lést engann vita.“ „Ég er hér, núna. Ég lét sauma fyrir mig kjól, svo við getum farið í hofið. Hann verður til á morgun.“<br><br><i>“Ich bin ein Berliner” - John F.Kennedy</i