Var að spá að stjórna en þar sem ég er enn frekar ryðgaður þá treysti ég mér ekki í það, svo út af einhverju(eflaust engu sérstöku) þá komst ég ekki.
Það sem þarf eiginlega að gerast er meira publicity fyrir rpg, það þarf að draga fleiri inn í þetta. Vantar einhvern Nexus starfsmann sem veit of mikið í roleplay og kann að selja það(svona eins og var í gamla daga, þá var einhver drengur sem vissi of mikið og gerði RPG að söluhæfri vöru á Íslandi). Einu sinni gat meira að segja Steini unað sig sælan við að selja bara rpg bækur út úr kjallaranum sínum eins og dópsali sem svalar fíkn spilaranna. Tíðin hefur mikið breyst, TSR horfið, margir D&D heimir með öllu farnir sem campaign setting og margt annað. Fasa horfið einnig og svoleiðis má lengi telja. Kannski eru tölvuleikirnir að yfirgnæfa markaðinn, hver veit, kannski sérstaklega MMORPG leikirnir.
Gott dæmi um hvernig RPG er orðið óaðgengilegt að mínu mati. Þegar ég fer í Nexus, sem mér finnst snilldarbúð að mörgu leyti, þá er erfitt að finna eitthvað samræmi í RPG deildinni. Þeir eru með fullt af bókum sem tengjast ekkert eða eru einfalt sorp og oft vantar aðal core bækurnar sem skipta mestu máli. Ég vil fá að sjá einhvern sem hefur keypt Hackmaster ruslið. Kannski ættu hugarar sem hafa eitthvað vit á RPG bókum, í núverandi markaði, að koma með tillögur til Nexus um hvað ætti að kaupa og hvað ekki. Einhvern veginn á ég erfitt með að trúa að Buffy RPG system seljist eitthvað. Í raun ætti Nexus að einbeita sér að aðalkerfunum og kaupa af og til Reglubækurnar í öðrum kerfum, svona til að sjá hvort að fólk taki vel við því.
Það sem RPG á Íslandi þarf er einhvern til að taka við stýrið, einhvern sem samviskusamlega vill fórna blóð, svita og tári fyrir velgengni þess án þess að fá endurgreitt nema þá í virðingu og þökkum. Þetta er kannski ekki besta vinna í heimi en til þess að koma þessu af stað þá þarf einhver að leggja fram fórn. Ég er kannski hræsnari fyrir að gefa þetta til kynna sérstaklega þar sem ég veit að ég er ekki sá maður sem ég lýsi.
but
c'est la vie<br><br><a href="
http://www.simnet.is/hangar/gif/">Svanurinn-letiblóð og ómagi með meiru</a