Jamm, ætli ævintýrið mitt heiti það ekki sem ég verð með á mótinu. Reyndar heitir það ekkert nema nafnið sem ég þekki það undir en það gefur upp alltof mikið. Ég vill bara láta vita að þeir sem myndu ætla að skrá sig hjá mér eða eitthvað að ég er nú ekki nema 14. Bara til að þið séuð ekkert að verða fyrir einhverjum rosa vonbrigðum þegar þið svo loksins komið. Ég hef þó árareynslu af D&D. Búinn að vera Dimsi í rúmlega tvö ár og finnst mjög gaman. En já, semsagt, gaman gaman. Ég vill þó taka það fram að ef ykkur er illa við snjó og þannig slíkt skuluð þið bara sleppa því að koma því að..já ég meina sjáið bara nafnið. En það verða tilbúnir kallar og allt draslið. Endilega látið vita ef þið ætlið að skrá ykkur og ef þið viljið vita eitthvað um þetta ævintýri meira þ.e.a.s.
En allavega, ég heiti Ásgeir A. og vona að það verði rosa gaman. Ó já, fjandinn sjálfur, ég spila að sjálfsögðu D&D 3rd edition. Bara til öryggis….(endurminningar frá síðasta móti….) Ég get lika verið byrjendavænn ef það er einhver óreyndur en þetta er svona eiginlega fyrir alla. Reynda sem óreynda og ekkert aldurstakmark! Semsagt, gott ævintýri, tilbúnir kallar (5 lvl) dimsi í góðu skapi, skiptir ekki þó þú sért expert eða rookie og svo ekkert aldurstakmark. Ég er eins og áður sagði Ásgeir A og vonast til að sjá eitthvað af ykkur :D:D:D:D:D:D<br><br><i><font color=“#FF0000”>MAY THE RATS EAT YOUR EYES, THE DARKNESS COMES</font></i>

<i>Maximillian Roivas</i