Heilir og sælir, spunaspilarar af öllum stærðum og gerðum.
Ég er DM í AD&D (er við það að skipta yfir í 3rd ed), búinn að vera það í u.þ.b 3 ár, og á við örlítið vandamál að stríða.
Vandamálið er það að playerarnir mínir eru stöðugt að fíflast, blaðra eða taka fram í fyrir mér. Jafnvel þó að þeir séu búnir að króa af galdrakarlinn illa í einhverri holunni eru aldrei nema svona 2-3 að fylgjast með, hinir eru að tala um hvað þeir borðuðu um morguninn eða guð má vita hvað.
Í fyrstu lét ég þetta bara eiga sig (ég er mjög ljúfur og góðlyndur náungi sem engann vill særa) en svo fór ég að pirrast allverulega og á endanum fór ég að demba á þá náttúruhamförum til að fá þá til að halda kjafti og fylgjast með. Nú er svo komið að veslings NPCarnir mínir komast ekki út úr dyrum fyrir flóðum og loftsteinahríðum. Flestar hetjufarirnar leysast upp áður en þær byrja, og það sem er mest pirrandi er að EKKI EINUSINNI ÞETTA VIRKAR!!!! Að lokum fékk ég nóg, læsti playerana inni í THE ABYSS hjá afskaplega huggulegum balor, og fór síðan heim til að hugsa minn gang (og fá taugaáfall).
Hvern fjandann þarf ég að gera til þess að fá þessa $&&%&$%$#!! apa til að halda kjafti í smástund! Ég er mjög opinn fyrir uppástungum.
Gleðileg jól!