Dragonlance er eitt af þessum kerfum, ásamt Spelljammer, sem dóu frekar snemma einfaldlega út af lélegu supporti frá TSR á sínum tíma. Spelljammer fékk að vísu ágætt support en vegna hversu furðulegt það var þá náði það aldrei neinum almennilegum vinsældum.
Dragonlance er heimur sem þeir eyðilögðu með að gefa of margar skáldsögur. Skáldsögurnar segja frá allt og öllu sem hægt er að finna/uppgötva í heiminum sem gerir það að verkum að lítið var hægt að gera fyrir þá sem spiluðu þetta. Þeir gáfu til dæmis Time of Dragons sem er box set um falið continent sem hét Taladas(ein af mörgum aðferðum þeirra til að reviva heiminn). Það sem vantaði kannski hvað mest voru vel skrifuð sourcebooks. Ævintýrin og þau fáu sourcebook sem voru gefin voru mörg frekar slöpp og leiðinleg. Svo má ekki gleyma Dragonlance Fifth Age sem var spil með spilum. Tsr/Wizard of the Coast hafa verið duglegir að eyðileggja góðan heim.<br><br><a href="
http://www.svanur.com">Svanurinn-letiblóð og ómagi með meiru</a