Baldur's Gate er náttúrulega tölvuleikur, og því ekki spunaspil. En það er margt sem þú getur lært um hvernig reglur og kerfi D&D spilsins virka á því að spila tölvuleikinn. Hann er því ágætur skóli svo fremi að þegar þú byrjir að spila spunaspil þú festist ekki í þeim misskilningi (einsog svo margir) að möguleikar þínir í spunaspilinu séu eins takmarkaðir og þeir eru eðli málsins samkvæmt í tölvuleik. Gleymdu því ekki að tölvuleikur er forritaður til að fylgja ákveðinni fastri slóð og býður í sjálfu sér ekki upp á mikla gagnvirkni, en spunaspil geta verið einsog lífið sjálft, koma sífellt á óvart og allt getur gerst.
Kveðja,
v a r g u r<BR