Ég og kærastinn ásamt nokkrum öðrum erum að spila í heimi sem kærastinn og 3 hinna (plús aðrir sem eru hættir) bjuggu til sjálfir. Þeir hafa spilað þetta í 10 ár núna og þetta er mjög skemmtilegt.
Reglurnar byggja að mestu á Ad/d og eru sífellt endurskoðaðar og endurbættar. Heimurinn er algerlega heimatilbúinn og mikil vinna hefur verið lögð í að búa til skip, races, tækni ofl Þetta er svona geim ævintýri og gerist einhvern tímann í framtíðinni.
Held að búið sé að gera ein 200 skip og eru þau öll í tölvu, helmingur kominn í 3 vídd núna og þetta er rosa flott.
Reglurnar eru auðvitað allar á tölvutæku formi og við höfum þessa fínustu reglubók sem var prentuð út í gormaformi hér í den. Uppfærslur eru ekki komnar inn að vísu en það stendur vonandi til bóta. Þegar við ljúkum við að fara yfir allar reglurnar!!
Sögur hafa verið samdar með ævintýri spilara til hliðsjónar og alles.
Sem sagt, heimatilbúið kerfi sem virkar mjög vel :)