Því var ekkert illa tekið, bara vingjarnleg áminning. :)
Þessi heimur sem ég er að skapa mun ekki vera fullunninn þegar fyrsti hóurinn fer inn í hann, það er hluti af tilganginum, að skapa smá sögu í heiminn sem er ekki bara mín og hefur aðra hugsun á bak við osfrv.
Áður en ég ákveð hversu marga spilara ég ætla fá vil ég bara sjá hversu margir hafa áhuga á að prufa þetta. Það eru komnir tveir sem hafa líst yfir áhuga sínum á að prófa þetta.
Ég hafði hugsað mér að hafa kannski einn 2-4 manna hóp og kannski nokkur 1-2 manna ævintýri. Það má líka vel vera að þeir hópar sem spila þetta skiptist upp í spilunum.
Eftir að nógu margir hafa líst yfir áhuga á að spila þetta þá mun ég biðja þá aðila sem ég vil hafa í þessu að búa sér til charactera (stattar skipta ekki öllu, þið megið ráða þeim) og senda mér eitthvað um þá, eða ef ykkur dettur bara í hug góð hugmynd að character sem ykkur langar að setja inn í heim þar sem þið vitið ekkert um nokkurn skapaðan hlut :) þá megið þið bara senda mér það eða birta það hér í þessum kork.
Eitt sem ég vil taka fram, það eru sérstakar reglur með clerics í þessum heimi: aðeins konur geta verið clerics. Wizards er ekki klass sme má taka og það eru sérstakar reglur með sorcerers. Ég veit ekki hvort ég muni nota psionics eða ekki ennþá. Elves eru heldur ekki leyfilegt player race.
“I'm not young enough to know everything”