Spunaspil eru leikin af 1 stjórnenda og 1 eða fleiri leikmönnum. Stjórnandi þjónar hlutverki regludómara og sögumanns. Stjórnandinn er sögumaður sem leiðir leikmenn í gegnum sögu, fyrirfram ákveðna eða uppspunna á staðnum. Hver leikmaður hefur til umsjónar eina persónu og setur sig í spor þeirrar persónu og “leikur” eða öllu heldur “leikles” hennar hlutverk.
Væri þetta bara svo væri auðvitað um hreinan spuna að ræða, en þar sem þetta er spuna-“spil” eru einnig notast við reglur. Hjálpargögn eru pappír, skriffæri og teningar, auk reglubóka. Hver persóna er gaumgæfilega skrásett og henni útlýst eftir sértilgerðum reglum á þartilgert eyðublað. Upplýsingar um persónurnar segja til um hæfni þeirra og getu, sérsvið og galla. Þegar upp kemur vafi um hvort það sem leikmaður hefur ákveðið að persóna hans geri dæmir stjórnandi það eftir reglunum, og kemur þá til kasta hæfileika persónunnar sem fyrirfram hafa verið ákvarðaðir og skráðir. Til að bæta nú svolítið á skemmtunina í þessu öllu saman þá er heppni einnig látin koma þar að.
Sem einfalt dæmi um reglur og notkun hæfileika persóna í spunaspili má gefa sér eftirfarandi dæmi:
Leikmaður ákveður að hans persóna, sem á í útistöðum við annan mann, reyni að skjóta viðkomandi með skotvopni. Þetta er auðvitað afskaplega mikilvægur atburður og ekki sjálfgefið að viðkomandi hitti og særi (eða jafnvel drepi) viðkomandi. Stjórnandinn ráðfærir sig við reglurnar og kemst að því að við gefnar aðstæður þurfi skotmaður töluna 7 til að hitta aðra mannesku með þesskonar vopni. Leikmaður kastar einum venjulegum teningi (6-hliða) og athugar þær upplýsingar sem til eru um hans persónu. Gefum okkur að á eyðublaði persónunnar sjái hann að persónan sé reyndur byssumaður og hafi statistíkina +3 þegar kemur að því að skjóta af byssum. Leikmaður sumsé, einsog fyrr segir, kastar einum teningi og leggur þá töluna 3 við útkomuna. Sé samanlögð tala 7 eða hærri tókst tilætluð aðgerð, annars ekki.
Vona að þetta hjálpi eitthvað frekar.
Kveðja,
Vargur
P.S. Þú fengir kannski svör frá fleirum en gallhörðum hugsjónamönnum einsog Birni ef þú bærir spurningar fram á ögn kurteisislegri hátt ;)