Spilamótið var í heildina þokkalegt. Er þó ósammála því að seinni dagurinn hafi verið slakari, mín reynsla var hið gagnstæða!! Fyrri daginn var ég að spila Mage og blaðrið var ótrúlegt. Með okkur voru sem sé 3 spilarar og svo stjórnandinn og öllum var nokk sama þótt það væri bara verið að masa en ekki spila. Ég var ekki alveg á þeim nótunum, hefði viljað að við værum að SPILA allan tímann. Seinni daginn spilaði ég svo Shadowrun og það heppnaðist mjög vel þótt tíminn væri of stuttur. Öll höfðum við misskilið eitthvað með tímann og héldum að það mætti spila til tíu. Svo við urðum að sleppa helling úr ævintýrinu.
Það voru náttúrulega ýmsir vankantar á mótinu, mest áberandi var salurinn sjálfur. Það var alveg herfilegt að spila í salnum! Gjallandinn og hávaðinn var þvílíkur að það var eins og maður væri staddur í fuglabjargi. þeir sem sátu á endanum á borðinu sem ég var við þurftu að halla sér fram og kalla svo stjórnandinn heyrði í þeim og þeir heyrðu nánast ekkert af því sem fram fór fremst á borðinu. Hræðilegt. Endaði með því að við fórum fram með borðið og það var strax mun skárra.
Það sem þarf auðvitað er svæði þar sem hægt er að hafa eitt borð í hverju herbergi, eins og td skólastofur! Vorum jú í skóla. Skilst samt að einungis hafi fengið leyfi fyrir að hafa eina stofu.
Svo hefði ég gjarna viljað hafa einkunnagjöf eins og síðast, sumir þurfa aðhald. Sé fyrir mér að það hefði hjálpað hjá okkur fyrr daginn!!
Annað sem þyrfti að vera og það er að stjórnendur komi með nauðsynleg gögn LJÓSRITUÐ fyrir alla spilara. Það fór rosalega langur tími í það að allir spilarar voru að skoða bókina hjá stjórnandanum til að átta sig á karakternum og því sem hann átti að geta gert. ég væri alveg til í að borga pínu meira til að dekka ljósritunarkostnað en hægt væri að redda þessu á annan hátt, flestir geta komist í ljósritunarvélar. Ég er ekki að tala um að ljósrita alla bókina! Bara nauðsynlega kafla eins og lýsing á klassa/persónugerð, skill lista og magic/abilities/whatever sem kallin á að geta gert. Stjórnandinn seinni daginn var með allt þetta á hreinu.
Fyrir utan auðvitað að ég heyrði að einn stjórnandinn hefði bara alls ekki mætt, nokkuð sem er alveg ófyrirgefanlegt og gerðist líka í fyrra. svoleiðis fólk á að sjálfsögðu ekki að fá að stjórna aftur á móti.
Í heildina tókst þetta því svona þokkalega.
Kisa.