Ég hef ekki kynnt mér Jarðaflakerfið svo neinu nemi, hins vegar eru þessir dimmu- og birtupunktar alveg prýðishugmynd. Og já, þetta dygðadæmi myndi þá virka einhvern veginn í þá átt, nema í staðinn fyrir svona einfalt kerfi, bara dimma og birta, þá væri hver dygð með sitt “bókhald”, og menn gætu þá jafnvel einblínt sérstaklega á einhverja eina dygð, t.d. verið réttlátir ofar öllu.
Hins vegar tengjast allar dygðirnar, og líka í Ultimaleikjunum. Þar voru dyðgirnar alls átta: Réttlæti (justice), samúð eða meðaumkvun (compassion - gæti svo sem líka kallast kærleikur), fórnsemi (sacrifice), heiður (honor), sannsögli (honesty), hugrekki (valor), auðmýkt (humility) og “andlegheit” (spirituality). Þessar tvær síðustu voru raunar ekki eiginlega dygðir, ef ég man rétt - spirituality var einfaldlega að feta slóð dygðanna, á meðan að auðmýkt var raunar aðeins viðurkenning á því að maður væri ekki algert dygðaljós.
En þær tengjast semsagt allar. Maður er ekki réttlátur nema hann hafi líka hugrekki til að gera það sem er réttlátt, og segi satt, og svo framvegis. Réttlætið getur líka krafist þess að maður fórni sér - og hvers lags réttlæti er það sem tekur ekkert tillit til aðstæðna? Samúðin verður að vera þarna líka. Og sama mætti segja um allar hinar dygðirnar - er t.d. hugrekki dygð í fúlmenni, þ.e.a.s. er gott að fúlmenni sé nógu hugrakkt til að vinna öll sín illvirki? Ég fæ ekki séð hvernig það geti staðist. Og samúðina verður auðvitað að tempra með réttlæti - fjöldamorðingja ber ekki alveg sama samúð og einhvers sem varð munaðarlaus vegna þessa fjöldamorðingja. Og svo framvegis.
Þannig að kerfi sem ætlaði sér að taka allar þessar dygðir með í reikninginn þyrfti að vera ansi flókið, auk þess sem spilararnir gætu lent í endalausum deilum um það, hvort einhver tiltekin athöfn hafi verið dæmi um einhverja tiltekna dygð. Er það t.d. hugrakkt af fyrstalevels galdrakarli að fara gegn tylft blóðþyrstra bugbears, eða er það fífldirfska? Er hugrakkt af fjórtándalevels bardagamanni að fara gegn þrem tylftum kóbolta, eða er það heigulsháttur? (Það er ekkert mál fyrir einhvern kappa á háu leveli að slátra slíku liði - raunar þykir mér undarlegt ef XP-gildi kvikinda sé ekki t.d. deilt með leveli (og jafnvel klass) þess sem berst við þau; það er ólíkt erfiðara fyrir fyrstalevels persónu að drepa orka heldur en tíunda, eða jafnvel bara þriðjalevels, auk þess sem kempur eiga ólíkt auðveldara með slíkt heldur en seiðskrattar.) Og þannig mætti áfram telja. Það er því spurning hvort að svona kerfi sé raunverulega hægt að byggja upp, þar sem það er eiginlega endalaus fjöldi álitamála og ágreiningsefna.<br><br>Þorsteinn.
All we need is just a little patience.