Ég er með spurningu sem hefur brunnið á vörum mér allt frá því þegar ég vissi að Rouges væru í 3rd edition og hefðu þennan hæfileika, “Hide”. Ég vil spyrja, hvort haldið þið að karakterinn sem notar Hide verði ósýnilegur, eða þá að hann blandist bara við umhverfið, s.s. að fela sig bakvið bókaskáp eða svoleiðis.
Ég bjó mér á dögunum til Rouge karakter. Hann er halfling og notar tvö sverð. En nóg um það. Ég og félagi minn tókum okkur til og leveluðum kalla upp á lvl 12 til að geta “pittað” þeim (látið þá taka einvígi). Kallinn sem ég valdi var enginn annar en Rouginn minn og félagi minn var Ranger. Hér á eftir kemur svo stutt lýsing á því sem gerðist.
Ég byrjaði á undan og sagði “Ég hleyp í felur bak við stöplana hér” og gerði nákvæmlega það. Þá tók ég fram að kallinn minn gerði Hide. Félagi minn sá mig náttúrulega hvergi þegar ég var kyrr og ég fór alltaf smán saman upp að honum. Þá gerði ég árás, og hljóp svo strax í felur. Félagi minn elti mig en sá mig hvergi og ákvað að horfa á þann stöpul sem ég hljóð í felur bakvið. Ég fór fram á ganginn og þá upphófust “rökræðurnar”. Varð ég ósýnilegur þegar ég fór í “Hide-mode” eða varð ég bara alveg kyrr svo það varð yfirgengilega erfitt að sjá mig?
Þetta er þar sem mig langar að spyrja ykkur álits, kæru meðspunaspilarar. Gerir Hide skillið Rouges ósýnilega eða bara illsýnilega? Geta Rogues gengið hide-aðir eftir miðri tómri götu í góðri lýsingu á eftir manni án þess að sjást (það heyrist auðvitað í þeim, en það er annað skill: Move Silently), eða verða þeir að geta hlaupið á milli e-s tl að geta raunvörulega “Hide-að” bakvið e-ð.
Til að gera spurninguna styttri fyrir þá sem nenna ekki að lesa ;)
Verða Rouges ósýnilegir þegar þeir Hide-a eða verða þeir að geta Hide-að við e-ð?
Kveðja
Guztus