Þótt að Askur Yggdrasils sé snilldarkerfi, hafa ýmis vandamál blossað upp við spilun þess hjá mér og félugum mínum og skrifa ég því hér í þeirri von um að einhver viti um lausn á vandanum eða veit hvernig sé hægt að afla sér upplýsinga um lausnina.

1. Vörn: Hvernig nákvæmlega gengur þetta fyrir sig? Allt er sýnilega vel útskýrt í bók leikmanna, bls. 57, nema einu atriði er gleymt: hversu langann tíma tekur það nákvæmlega að beita vopni í vörn? tekur tíma að jafna sig eftir vörn áður en maður getur beitt því að nýju? Hugmyndin mín er sú, að það líða 3AR (sjá Skjá Spunameistara, töflu “AR ýmissa aðgerða”) eftir vörn þangað til maður geti beitt vopninu til varnar að nýju, eða gert árás með því eða hvað sem maður vill. En eftir sem þetta stendur ekki beint í textanum

2. Vörn/Hörfun: Má reyna bæði að hörfa og verjast, eða er nauðsynlegt að velja annað þeirra? Ég myndi halda að maður mætti reyna á bæði. Fáir sem að verja sig standa staðfastir og treysta á að vopn/skjöldur manns taki allt höggið - þeir stíga líklegast til hliðar ásamt vörnini (myndi ég halda).

3. AR og hreyfing: Þetta vandamál rákumst ég og félagar mínir á um daginn. Tveir félagar voru saman í mýri, annar þeirra ca. 10m á undan, þegar undan steini hjá þeim fremri sprettur Rotinbora. Eftir sem sá fremri var mjög lífshræddur þeytist hann burt á fullri ferð burt frá Rotinboranum, í átt vil vinar síns. á sama augnarbliki dregur sá aftari vopn sitt til að gera sig tilbúinn til bardaga. Hér kemur svo það sem var skondið: Hreyfigeta þanns fremri er 7m/AR. Hreyfigeta Rotinborans er 6m/AR. Áður en að sá aftari er búinn að ná vopni í hönd er vinur hanns búinn að spretta yfir 20 metra (10 metra fram hjá honum) og rotinboran kominn fyrir framan hann og er byrjaður að sveifla klóm sínum á hann… þetta voru vinir mínir ekki sérstaklega hressir með, og ryfjuðu þeir upp það atriði forna þegar Kýklópar voru búnir að spretta yfir 100 metra og komnir upp að þeim og þeir náðu aðeins að skjóta 2 örfum hvor… Var okkur þá lytið á árásarhraða meðals manns (úr vættatali) miðað við hversu langt meðal maður hleypur á meðan, og komumst við að því að er meðalmaður slær einu sinni með sverði nær annar meðalmaður að spretta yfir 90 metra!!!! Þetta teljum við mjög óraunsætt, sérstaklega eftir að okkur var lytið á tekstann á bl.s.33 untir AR - “…AR jafngildir einni sekúndu”. Hvernig getur einhver lifandi maður náð almeinilegum slagkrafti ef að sveiflan tekur 12 sekúndur?!? komumst við þá að því að annaðhvort þyrfti að breyta AR kefrinu og miða það við ferðahraðann, eða breyta ferðahraðanum miðað við AR kerfið. Það seinna nefnda er mun einfaldara, því annars þyrfti að gjörbreyta kerfinu eins og það leggur sig. Það sem ég gerði var að sjá fyrir mér meðal mann með sverð sveyfla góðar sveiflur, og komst ég að því að meðalmaður sveiflar 1 - 1,5 sinnum á sekúndu (eða 1,2). hvert slag meðal manns = 12 ar. Tími í AR að slá 1,2 sinnum = 15AR = 1 sekúnda. Þá breyti ég öllu sem beint við kemur tíma þannig, að 1 sek = 15 ar. hraði verður því [Hraði = 15-VAR metrar/15AR]. Galdrar sem að endast td. í 30AR (og reikna ég hér með að meint hafi verið 30 sek) endast nú 15*30 = 450AR (sem er ennþá 30sek)(þetta lagar líka marga galdra, sem td. eldstormur, sem endist 10AR… ætti að vera 10sek?). Það eina sem þarf að hugsa í gegn með þessari hugmynd er td. “Risið á fætur” og “Vopn tekið upp/gengið frá”. Tekur þetta nú VAR + 3 AR? Hvernig lýst ykkur á heildina? Eruð þið með betri hugmyndir?

4. Vörn gegn galdri: Eftir hvað ég hef skilið dregst eiginleiki þolandans frá hæfni galdramannsins, ef galdurinn hefur beina virkni á þolandann (sjá bl.s. 44: Mótstöðueiginleiki - ME). Hvað ef galdurinn virkar á svæði, eins og td. Bomba og Vítisvaki úr galdralistanum Eldur? kanski þarf ekki mótstöðu gegn Bombu (eftir sem að galdurinn hefur ekki beint áhrif á þolandann - hann býr til eldsprengingu á ákveðnum stað), en lýsing Vítisvaka segir: Hitar og brennir allt upp til agna sem ekki stenst galdurinn… ef nú galdramaðurinn stendur inni í skógi með 15 manns í kringum sig, er dregið HRE frá öllum trjánum (?) og öllum þeim sem að í kringum hann standa frá hæfnini? (gerir galdurinn ómögulegann) Er slegið upp á hæfni með frádregna mótstöðu fyrir hvern þolanda fyrir sig? (tekur eilífð) Eða er slegið upp á hæfni með frádregni mótstöðu þanns sem er með hæðsta HRE? (ósanngjarnt) Ég myndi halda að það ætti að slá fyrir hvern og einn, en veit ekki hvort það sé rangt hugsað…

5. Galdrahlutir: Er galdramenn goðheima gerast sterkari á sínu sviði kemur umsvifalaust upp spurning “hvernig bý ég til galdrahluti?”. Sem spunameistari þykir mér afar leiðinlegt að svara “ég veit það nú ekki”, eftir sem ég er spunameistarinn… eru til reglur til að búa til galdrahluti? það eina sem mér datt í hug (annað en ofurhæfileiki Vila og Vés…) var að nota galdurinn Launrún 2 úr galdralistanum Álög, og nota td. sama galdurinn 400 sinnum á hlutinn (+2 vörn á 1 líkamshluta eða eitthvað) og yrði því galdurinn varanlegur… annars væri hægt að búa til nýja reglu fyrir Álög sett 1 & 2 þannig að hægt sé að gera galdra varanlega svo ekki þurfi að ákalla þá með Álög Vakin (á það að kosta ÁRA?). Ég bjó til fyrir nokkrum árum nýjan galdralista sem að gæðir hlutum galdraorku á kostnað ÁRA. Í þeim galdralista hafði ég líka galdur sem að gerir galdramanni kleift að sjúga galdrakraft úr hlutum til að styrkja sína eigin áru (og yrði það því mjög góð útskýring af hverju galdrahlutir eru sjaldgæfir - galdramenn sækjast eftir þeim til at tæma þá!), en veit ekki hvort að nýr galdralisti sé rétta lausnin… eruð þið með betri hugmyndir?

Þetta varð víst lengra en ég hélt, og þakka ég þeim sem að þoldu að lesa þetta allt ;)

Einhverjar hugdettur eða önnur vandamál eru mjög velkomin.

Kveðja
TheSatori
I'm sorry, did I break your concentration?