einn stjórnandi sem ég hef spilað með er fyrir-fram búinn að ákveða hvort, hvenær og hvar allt á að gerast, svo við sem erum að spila getum ekki gert það sem við viljum, hann leiðir okkur í gegnum söguna sína og við fáum ekki að búa til söguna sjálf.
er ekki til stjórnandi sem getur leikið meira af fingrum fram, þar er alltaf hægt að breyta söguþráðinum þó maður haldi plottinu, bara lagfæra aðeins til.

ég hef ekki spilað lengi, svo ég veit kannski ekki hvernig þetta allt virkar, en ég hefði nú haldið að stjórnandinn ætti að vera með nógu fjörugt ímyndunarafl til að geta aðlagað plottinu sínu að sögunni þeirra sem eru að spila. hann ætti að geta búið til plott sem hann svo aðlagar að sögunni þegar hún er byrjuð.

Gribba
G