Sennilegast hefur engin ein manneskja unnið orðspori spunaspila og D&D sérstaklega, eins mikinn skaða í Bandaríkjunum og Patricia nokkur Pulling. Hún stofnaði árið 1983 samtökin BADD (Bothered about Dungeons and Dragons) í kjölfar þess að sonur hennar framdi sjálfsmorð eftir að álög voru lögð á spunapersónu hans. Hatursáróður Pulling, sem átti rætur að rekja til hefndarþorsta hennar yfir missi sonar síns, varð til þess að hún náði eyrum margra mikilsverðra manna í Bandaríkjunum, og kom fram í frétta-, og spjallþáttum í sjónvarpi, þar á meðal 60 minutes, og Geraldo.

Pulling sjálf lést úr krabbameini árið 1997, sem betur fer fyrir leikjaiðnaðinn, en arfleifð hennar lifir því miður enn.

Hér á eftir fylgir hlekkur á skýrslu sem leikjahönnuðurinn Michael A. Stackpole skrifaði um baráttu Pulling. Þetta er ýtarleg skýrsla og góð lesning, sem ég held að kenni okkur hvað hatur í bland við þekkingarleysi og fordóma getur fengið áorkað ef við ekki höldum því í skefjum.

www.rpg.net/252/quellen/stackpole/pulling_report.html

Ég mæli með því að allir reglulegir unnendur spunaspila kynni sér hneykslandi innihald skýrslunnar, svo við getum verið á varðbergi gagnvart svona skemmdarstarfsemi á mjög hollu og þroskandi áhugamáli, sem spunaspil eru auðvitað.

Kveðja,

v a r g u r
Spunaspil Administrato
(\_/)