Hér ætla ég að reyna að koma á koppinn umræðu um tilgang huga.is/spunaspil. Undanfarið hefur borið mikið á sögum af persónum spilara og er það blönduð blessun. Ég persónulega skil þetta sem greinasafn þar sem fjalla má um hverja grein fyrir sig. Persónusögur o.þ.h. tel ég ekki til greina sem slíkra (imo) og tel þær eiga betur heima annarstaðar, ef til vill að settur yrði upp vefur til þess.
Auðvitað er hægt að líta framhjá þessum “greinum” eins og það er hægt að líta framhjá gamalmenni sem keyrir hægt á vinstriakgrein en er engu að síður á villigötum. Sjálfur segi ég að nú sé tími til að segja stopp og færa þessi skrif annað. Ég segi ekki að þau eigi ekki rétt á sér, en ættu ekki að vera meðal fullgildra greina um málefni spunaspila.
Eins og áður þá er ég einungis að segja mína skoðun en ég er ekki að setja út á þá sem þær skrifa. Einungis að sögurnar skuli flokkaðar með málefnalegum pistlum. Öll svörun væri vel þegin og gaman væri að komast að einhverri niðurstöðu.
-Jói rövlari.