Nú hefur fólk skrifað um hvað D&D 3rd ed. sé æðislegt kerfi, sem er satt og rétt og vil ég aðeins auðga umræðuna með umfjöllun um annað og fjölhæfara kerfi. Kerfi þetta kallast GURPS og er það skammstöfun á Generic Universal Role-playing System sem og það er.
GURPS kerfið er það fjölhæfasta sem ég hef spilað og einnig eitt það skemmtilegasta (með d&d ;]). Kostir GURPS eru þeir helstir að ýta undir hlutverkaspilun meðan D&D hallast meira í átt að Hack ‘n’ slash (imho). (nú er ég ekki að setja út á einn eða neinn eða neitt kerfi) Í D&D tekur maður á sig hlutverk frekar þunnrar og gallalausrar hetju sem fellur strax í ákveðin stereótýpísk form (classes s.s. fighter, rogue og wizard et. cetera) meðan GURPS hefur hvern karakter einstakan og alla með mismunandi styrkleika og galla (point buy). Nú er ég ekki að segja að d&d spilarar séu lélegir róleplayerar sem spili bara hakkogslassandi bjálfa meðan GURPS spilarar séu miklu betri, það eru til lélegir GURPS spilarar og góðir D&D spilarar.
Að öðrum kostum GURPS þá má færa það yfir á margskyns heima (gameworlds, settings) svosem World of Darkness (það er til official WoD GURPS) bók og það sama á við um Cyberpunk og jafnvel Discworld. GURPS er ekki fast í þessum rómantíska hetjuheimi þar sem allt flæðir í gulli, xp og levellum (ekki að sá heimur sé lélegur). GURPS má spila allt frá hellum nelanderdalsmanna til klingónskra herskipa Star Trek, GURPS má spila með psionics (hughrifum?) og göldrum, byssum eða sverðum eða jafnvel með grjóti eða geimskipi.
Persónusköpun GURPS fer þannig fram að spunameistari ákveður punktafjölda og spunaheim, í samráði við spilara ;] og þá ákveða spilarar persónufræ (characterseed) og ákveða persónuleika, styrki, hæfileika og kunnáttu persónunnar. Með þessu kerfi gerir þú spunapersónu þinni kleyft að kunna að beita fyrir sig byssu eða kunnáttu í 15. aldar grasafræði. (ég er ekki að segja að þetta sé ekki allt hægt í D&D en tel GURPS henta betur). Þetta gerir spilurum kleift að spila persónur jafnar að styrk en þó mismunandi (líka hægt í d&d ;])
Spilun á GURPS fer fram á sama hátt og önnur spunaspilun, nema að kerfislega hlutanum (sem er meiginmunur á milli spunaspila). Öllum reglum má sleppa (líka í öðrum kerfum) og einnig eru til reglur fyrir flest sem á daga manns drífa (vanalega sama reglan færð uppá aðra uppákomu) og ef eitthvað kemur uppá sem spunameistari er ekki búinn undir þá er auðvelt að henda fram nýrri reglu (eins og í öðrum kerfum).
Bardagakerfi GURPS er sennilega það sem mest hefur heillað mig í gegnum tíðina. GURPS gerir manni kleyft að drepa jafnvel hina hættulegustu útsendara illustu óvina með einu góðu (eða heppnu) höggi. Mörg svæði líkamans eru möguleg til árása (t.d. hendur og fætur til að ná lifandi, háls og heili til að drepa) allt eftir því hvaða áhrifum maður vill ná fram og hversu fær maður er. GURPS felur í sér möguleika á að verjast árásum með fimi eða vopnakunnáttu og ef það bregst þá getur brynja dregið úr höggi og minnkað skaða.
GURPS felur í sér margt annað en bardaga (eins og önnur spunaspil, enn og aftur) og er hægt að kunna svo til allt. Ég hvet alla sem áhuga hafa (eftir þennan langa pistil) á að kíkja á <A HREF="http://www.sjgames.com/gurps/lite/">þetta</A> þar sem má finna einskonar demo version af gurps á *.pdf formi. Einnig vil ég taka fram að ég hef ekkert á móti D&D, ég hef spilað d&d samhliða gurps í 5 ár og væri ekki að því ef mér leiddist það. D&D kerfið er gott og gaman að spila en eilítið stirt á pörtum og því vil ég benda á þennan möguleika, svona til að hrista aðeins upp í spunasamkomum.
D&D er gott kerfi en GURPS er betra (systematically speaking) <B>IHMO </B>
-Jói spilari.