Það var kvöld og ég og gengið mitt vorum að labba í bænum. Gengið sem ég hafði verið með í mörg ár voru, Hún Alena, Rekki (Ranger) og álfur, Hann Grolor Einfari (Rouge) og Tittur (Tiefling) og loks Mikki, bardagamaður og mannvera. Sjálfur er ég Dvergur og Drykkju Meistari.
Við vorum að rölta um bæinn þegar við komum að stóru húsi þar sem virðist vera heljarinnar veisla, þar sem við vorum svöng (og ég vildi áfengi) ákveðum við að fara inn. Þar tekur á móti okkur maður sem spyr “Vitið þið hvar þið eruð?” Þar sem við höfðum ekki hugmynd hvar við vorum svörðum við neitandi. Þá glottar hann og kallar “Nú þið eruð hjá okkur! Gangið inn í bæinn!”. Við göngum inn og eftir nánari athugun sjáum við að þetta er brúðkaupsveisla.
Ég fer beint að fá mér áfengi meðan hin fara og stela kökum, svo sé ég að Grolor reynir að kippa dúk af borði og tekst það hörmulega, fólk fer að stara á hann svo hann strunsar út skömmustulega og Alena eltir hann. Hann Mikki fer einfaldlega að stundar kökuát. Eftir að hafa verið að rupla nokkrum flöskum sé ég tvo gamla menn vera að rífast, eftir að hafa hlustað á þá í smá tíma skil ég að þeir eru að rökræða hver sé hinn rétti erfingi stofnanda bæjarins. Þar sem ég var orðinn pirraðut á látunum í þeim ákvað ég að taka í taumana. Ég tók þá upp og skellti þeim saman, þeir detta báðir í gólfið og rotast. Í fallinu missir annar þeirra bréfsnifsi, ég tek það upp og sting í vasann. Eftir smá stund vakna þeir úr rotinu og strunsa út, ég næ í Mikka og segi honum hvað ég sá, heyrði og gerði. Við ákveðum að finna út hverjir þessir menn voru og spurjum til. Þá kemur í ljós að þetta eru aðal mennirnir í bænum og þeir ríkustu líka. Við sækjum Grolor og Alenu, sem höfðu víst verið að ræna úr vösum fólks, og segjum þeim söguna. Síðan lesum við hvað stendur á bréfsnifsinu og í því stendur að myrða eigi Andelon, sem er annar mannana sem voru að rökræða. Við ákveðum að ræna aðeins fleiri kökum og áfengi og leggjum svo af stað til Andelon.
Framhald síðar…