Ég ætla að byrja á því að segja að þegar sumir segja “session” eða eitthvað svipað þá hef ég aldrei notað né fullkomlega skilið þó notkun á því orði. Í staðinn tala ég um ævintýri eins og einhver 6 ára krakki.

Málið er að ég var að mastera leik fyrir nokkru og langaði að láta reyna á sellurnar í vinum mínum og hafa einhverja góða gátu. Mér datt strax í hug að ná í Hobbitann á ensku þar sem ég vissi að þeir höfðu ekki lesið þá bók á því máli. Því miður fannst hún ekki og ég varð bara að nota ófrumlega og tímafreka (og leiðinlega) þraut sem fólst í því að leikmenn áttu að fylla skálar vatni í réttri röð (sjö talsins). Ekkert verulegt brainstorming þar.

Veit einhver hvar ég get fundið einhverjar frumlegar gátur til að halda spilurum uppteknum mörgum mínútum saman? Ég man eftir að einu sinni vorum ég og vinir mínir að ferðast og vorum fastir í einn og hálfan klukkutíma á einni gátu. Auðvitað var það ekki bara brainstorming allan tímann því að við fórum og sinntum öðru á meðan en vorum ennþá með hugann við gátuna. En þetta heppnaðist svo rosalega vel og var svo óskaplega gaman og mig langar að geta boðið upp á eitthvað svipað.

Roggi