En ég hef aldrei séð að CN sem eitthvert 2. flokks alignment, það skal reyndar viðurkennt að af alignmentunum þá eru chaotic alignmentin óstöðugust og veita einnig(ef sá er gállin á mönnum) mest svigrúm, sem oft vill leiða til gjörsamlega óstjórnlegar hegðunnar hjá playerum.
En CN getur einnig verið mjög krefjandi og erfitt (ef ósamvinnuþýtt) alignment að spila vel. Að finna balansinn á milli óreiðukenndar mér-er-skítsama hegðunnar og raunhæfrar, trúanlegrar hegðunnar er ekki auðvelt, enda tel ég að neutral alignmentin séu hvað flóknust í spilun þar sem að good karakterar hafa almenna manngæsku til að miða sig við á meðan evil karakterar hafa sjálfselsku dauðans.is að leiðarljósi (ég viðurkenni ofureinfaldarnirnar en finnst þær samt eiga við), en hvað drífur neutralin? Af hverju fer neutrallinn fram úr rúminu á morgnna?
_________________