Ég man að það voru einhverjir að velta fyrir sér hvernig Heighten Spell (Metamagical Feat) virkaði í D&D. Ég get ekki séð að þarna sé neitt vandamál. Ég ætla að reyna að útskýra hvernig ég skil þetta. Þetta verður kannski svolítið technobabble, þannig að þeir sem ekki þekkja til D&D ættu að verða algjörlega ringlaðir :)

Heighten Spell hækkar í raun level galdursins sem um ræðir. Það þýðir að hafi maður Highten Spell Featið getur maður t.d. ákveðið að kasta 3. Levels galdrinum Fireball sem t.d. 5. Levels galdri. Það þýðir samt að maður verður að geta venjulega kastað 5. levels galdri, því að það þarf að nota 5. levels memorize/prepare slot fyrir hann.

Þetta sé ég ekki að geri galdra neitt ógó powerful, því að þetta breytir aðeins “effective spell level”, ekki “effective caster level”. Þetta þýðir t.d. ekki að hlutir einsog damage á fireball, sem miðast við CASTER LEVEL, breytist nokkuð. Í lýsingunni á Heighten Spell í Players Handbook er tekið dæmi og sagt að vilji einhver hækka 2. Level Charm Person upp í 4. Level, sé hann höndlaður sem hver annar 4. Levels galdur. Þar af leiðir, t.d. hærra slot, (og einhverjir kostir auðvitað) en engin breyting á þessum hlutum sem miðast við Caster Level, sem ég held að fólk hafi verið að flækja sig í.

Skrifið endilega línu ef þetta var of ruglingslegt hjá mér…

Kveðja,
Vargu
(\_/)